Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Í reiknivélinni getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar á tilteknu ári.
Miðað er við að taka ellilífeyris hefjist um 67 ára aldur. Fyrsta greiðsla getur borist fyrsta dag næsta mánaðar eftir að 67 ára aldri er náð.
Veldu fæðingarmánuð og ár til að sjá hvenær þú átt rétt á að hefja töku ellilífeyris.
Hefur þú búið erlendis?
Skrá hlutfall skattkorts sem á að nýta
Reiknivélin miðar við að þú hafir jafnar tekjur alla mánuði ársins.Ef þú ert með mismunandi atvinnutekjur milli mánaða er hægt að óska eftir að þær hafi einungis áhrif í þeim mánuði sem þeirra er aflað.Beiðni um að reikna greiðslur út frá mánaðaskiptingu atvinnutekna er hægt að gera þegar tekjuáætlun er breytt á Mínum síðum TR.
Skráðu allar upphæðir fyrir skatt
Laun frá vinnuveitanda, reiknað endurgjald, verktakagreiðslur, atvinnuleysisbætur, aðrar tekjur af atvinnurekstri, fæðingarorlof, hlunnindi og styrkir.
Allar greiðslur frá lífeyrissjóðum, makalífeyrir og séreign. Það er gott að gera ráð fyrir vísitöluhækkunum og áætla meira í lífeyrissjóðsgreiðslur heldur en minna.
Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður þar sem þú greiðir 2% eða 4% af launum og launagreiðandi leggur 2% fram á móti.
Styrkir og félagsleg aðstoð svo sem náms- og vísindastyrkir, fæðingarstyrkir og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Greiðslur eða skaðabætur frá tryggingafélagi eða stéttarfélagi.
Vextir og verðbætur af innistæðum í banka og verðbréfum, leigutekjur, arður af hlutabréfum, söluhagnaður af hlutabréfum og öðrum eignum.Allar fjármagnstekjur eru sameiginlegar fyrir hjón og sambýlisfólk. Þessar upphæðir þarft þú að leggja saman fyrir ykkur. Í útreikningi er tekið tillit til þess og fjármagnstekjunum skipt til helminga.
Ef þú færð lífeyri frá erlendri almannatryggingastofnun þarf að skrá upphæðina í íslenskum krónum.
Hér á að setja skattskyldar bætur frá sveitarfélögunum. Húsnæðisbætur eru ekki skattskyldar og því þarf ekki að taka þær fram.
Iðgjöld í sérsjóði og lífeyrissjóði
Útreikningur lífeyris samkvæmt reiknivélinni byggir á þeim forsendum sem þú gafst upp og er ekki bindandi.