Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Persónuverndarstefna

Markmið persónuverndarstefnu Tryggingastofnunar (TR) er að leggja áherslu
á persónuvernd með því að tryggja lögmæta, sanngjarna, og gagnsæja meðferð allra persónuupplýsinga.

Persónuupplýsinga er einungis aflað í skýrt tilgreindum tilgangi og vinnsla þeirra takmörkuð við það sem er nauðsynlegt. Þá skulu upplýsingarnar vera áreiðanlegar, uppfærðar eftir þörfum og varðveittar á öruggan hátt. Verja þarf allar persónuupplýsingar í vörslu TR og umboða fyrir innri og ytri ógnum, hvort sem þær stafa af ásetningi eða gáleysi.

Í því sambandi er einnig vísað til upplýsingaöryggisstefnu TR.
Framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa stjórnvöld, viðskiptavini, starfsmenn og samstarfsaðila um að TR stjórni með ábyrgum hætti öryggi og vernd persónuupplýsinga í vörslu sinni.

Persónuverndarstefna er hluti af stjórnskipulagi hjá TR.

TR starfar að öllu leyti í samræmi við lög og reglur um persónuvernd.

Tryggingastofnun leggur áherslu á persónuvernd í sínum störfum með því að tryggja lögmæta, sanngjarna og gagnsæja meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsinga skal einungis aflað í skýrt tilgreindum tilgangi og vinnsla þeirra takmörkuð við það sem nauðsynlegt er.

Persónuverndarstefna TR

Nánar um meðferð persónuupplýsinga

Tryggingastofnun stjórnar með ábyrgum hætti öryggi og vernd persónuupplýsinga sem stofnunin hefur í vörslu sinni og ábyrgist að persónuupplýsingar sem stofnunin hefur í umsjón sinni verði varðveittar á tryggan hátt og að enginn óviðkomandi aðili hafi aðgang að þeim.

Persónuupplýsinga er einungis aflað í skýrt tilgreindum tilgangi og vinnsla þeirra takmörkuð við það sem er nauðsynlegt. Þá skulu upplýsingarnar vera áreiðanlegar, uppfærðar eftir þörfum og varðveittar á öruggan hátt. 

Stofnunin starfar að öllu leyti í samræmi við lög og reglur sem gilda um persónuvernd.

Til að tryggja ofangreint hefur stofnunin gert meðal annars eftirfarandi ráðstafanir:

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi Tryggingastofnunar tekur á móti ábendingum og svarar spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd á netfangið personuvernd@tr.is.