Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
11. desember 2024
Foreldrar langveikra eða alvarlega fatlaðra barna sem fengu foreldragreiðslur í desember hafa fengið greidda desemberuppbót.
Búið er að greiða desemberuppbót til þeirra sem fá greiddar maka- og umönnunargreiðslur. Þau sem fengu greiddar maka- og umönnunargreiðslur á árinu 2024 eiga rétt á uppbótinni.
5. desember 2024
Alls munu 28.715 einstaklingar fá eingreiðslu síðdegis í dag þegar Tryggingastofnun afgreiðir eingreiðslu til ellilífeyris, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
3. desember 2024
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega að upphæð 70.364 kr. Eingreiðsluna fá lífeyrisþegar sem eiga rétt á greiðslu örorku- eða endurhæfingarlífeyris á árinu 2024.
2. desember 2024
Alþingi hefur samþykkt frumvarp um eingreiðslu til ellilífeyrisþega sem eru með 25 þúsund krónur eða minna í tekjur frá öðrum en TR á mánuði. Um 2.000 einstaklinga er að ræða sem mögulega eiga rétt á þessari greiðslu.
Desemberuppbót ellilífeyrisþega, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var greidd 1. desember ásamt mánaðarlegum greiðslum.
27. nóvember 2024
Tryggingastofnun hefur gert samning við Defend Iceland sem miðar að því að tryggja aukið netöryggi og verndun viðkvæmra gagna í starfsemi stofnunarinnar. Með samningnum fær TR aðgang að netöryggislausnum sem tryggja stöðugt eftirlit og öryggi gagnvart síbreytilegum netógnum.
11. nóvember 2024
Í dag mun hópur viðskiptavina TR fá senda þjónustukönnun í tölvupósti þar sem verið er að kanna upplifun þeirra af þjónustu TR.
8. nóvember 2024
Tryggingastofnun er meðal þeirra 130 aðila sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflverkefnis FKA. Um er að ræða 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinbera aðila. Viðmiðið er að hafa 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi.
1. nóvember 2024
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga sem á þurfa að halda.