Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Greiðsluáætlanir 2026 birtar í dag og greitt á nýársdag

22. desember 2025

Í dag birtast greiðsluáætlanir fyrir 2026 á Mínum síðum TR. Greiðslur hækka um 5,2% milli ára.

Greiðslur í almannatryggingakerfinu eru greiddar fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar, það á við hvort sem um hátíðisdaga er að ræða eða ekki. Greiðslur fyrir janúar 2026 munu því berast á nýársdag, 1. janúar. Gert er ráð fyrir að greiðslum verði lokið seinni hluta dagsins.