Gagnvirk tölfræði TR
Upplýsingar úr gagnagrunnum Tryggingastofnunar (TR) eru nú aðgengilegar á gagnvirku formi (PowerBI).
Tölfræði almannatrygginga getur meðal annars nýst:
almenningi,
stjórnvöldum,
rannsakendum,
hagsmunaaðilum,
fjölmiðlum.
Tölfræði TR er ætlað að gefa mynd af upphæðum greiðslna og fjölda viðskiptavina í helstu flokkum lífeyrisgreiðslna, svo sem ellilífeyris- örorku- og endurhæfingarlífeyris. Í flestum tilfellum er hægt að sundurgreina gögnin eftir tímabilum, aldri, búsetu og kyni.
Upplýsingarnar koma beint úr gagnagrunni TR og uppfærast mánaðarlega og því geta tölur breyst á milli mánaða, svo sem vegna afturvirkra greiðslna. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar samanburður er gerður.
Um er að ræða eftirfarandi fimm efnisflokka:
tryggingavísar
fjöldi greiðsluþega
fjöldi og hlutfall elli- endurhæfingar- og örorkulífeyrisþega
fjöldi og hlutfall með læknisfræðilegt mat
greining á tekjum lífeyrisþega hjá TR