Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Stefnur og markmið

Framtíðarsýn TR

Framtíðarsýn TR er að veita framúrskarandi þjónustu, sýna fagmennsku í starfsháttum og vera framsækinn vinnustaður.

Gildi TR

Hringir Traust Samvinna Metnaður

Eftirlitsstefna TR

Hlutverk eftirlits hjá TR er að stuðla að því að þær fjárhæðir sem greiddar eru til greiðsluþega séu í samræmi við lög og reglur sem stofnunin starfar eftir. Mikilvægt er að standa vörð um velferðarkerfið, sannreyna réttmæti greiðslna og verja það misnotkun.

Gæðastefna TR

Tilgangur gæðastefnu TR er að setja fram áherslur stofnunarinnar í gæðamálum og tryggja að gæði og þjónusta sé í samræmi við væntingar viðskiptavina.

Innheimtustefna TR

Hlutverk innheimtu hjá TR er að innheimta kröfur sem myndast vegna ofgreiðslu og er einkum um að ræða kröfur sem myndast í kjölfar árlegs endurreiknings á tekjutengdum greiðslum.

Innkaupastefna TR

Tryggingastofnun (TR) setur sér innkaupastefnu til að tryggja að farið sé með fjármuni stofnunarinnar á ábyrgan hátt og í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber innkaup og um opinber fjármál.

Jafnlaunastefna TR

Jafnréttisstefna TR

Mannauðsstefna TR

Markmið mannauðsstefnu TR er að hæfni, þekking og viðhorf starfsfólks nýtist sem best hverju sinni svo ólíkum þörfum viðskiptavina sé mætt eins vel og kostur er. Mannauðsstefna byggir á gildum TR sem eru traust, samvinna og metnaður og er skipt upp í fimm megin flokka sem eru:

Miðlunarstefna - Almannatengsl og upplýsingamiðlun TR

Siðareglur TR

Skipurit TR

Skjala- og upplýsingastefna TR

Umhverfis- og loftslagsstefna TR

Upplýsingatæknistefna TR

TR hagnýtir upplýsingatækni til að veita trausta og metnaðarfulla stafræna þjónustu í samvinnu við innri og ytri aðila og stuðla að hagkvæmum rekstri.

Upplýsingaöryggisstefna TR

Upplýsingaöryggisstefna Tryggingastofnunar (TR) lýsir áherslu stofnunarinnar á verndun upplýsinga og öryggi í upplýsingavinnslu. Verja þarf upplýsingar í vörslu TR fyrir innri og ytri ógnum, hvort sem þær stafa af ásetningi eða gáleysi. TR ber að hlíta lögum, reglugerðum, ábendingum og reglum eftirlitsstofnana um starfsemi TR. Framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa stjórnvöld, viðskiptavini, starfsmenn og samstarfsaðila um að TR stjórni með ábyrgum hætti öryggi upplýsinga sinna. Upplýsingaöryggisstefnan er hluti af stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá TR og er í samræmi við ISO 27001 staðalinn.

Vefstefna TR

Framtíðarsýn TR er að veita framúrskarandi þjónustu, sýna fagmennsku í starfsháttum og vera framsækinn vinnustaður. Á vef TR er framtíðarsýn stofnunarinnar höfð að leiðarljósi þar sem veittar eru leiðbeiningar og upplýsingar á fjölbreyttan hátt. Viðskiptavinir TR geta annast sín mál á öruggu svæði á Mínum síðum og vefsíða TR mætir margvíslegum þörfum viðskiptavina. Gæta skal sérstaklega að því að persónuverndarsjónarmið séu lögð til grundvallar allri miðlun og farið sé að persónuverndarlögum.

Þjónustustefna TR

Hlutverk Tryggingastofnunar (TR) er að veita framúrskarandi þjónustu og útskýra réttindi fyrir viðskiptavinum og leiðbeina þeim. Markmið þjónustustefnunnar er að starfsmenn vinni sem ein heild að því að byggja upp þjónustumenningu þar sem gildi TR, traust, samvinna og metnaður, eru höfð að leiðarljósi.