Hægt er að nálgast stafrænt örorkuskírteini með því að hala niður Ísland.is appinu.
Örorkuskírteinið birtist sjálfkrafa undir Skírteini í appinu. Ef það birtist ekki þá er hægt að smella á uppfæra neðst á skjánum og þá á skírteinið að birtast.
Leiðbeiningar
Hægt er að sækja stafrænt örorkuskírteini á Ísland.is appinu.
Birting kortsins inn á Ísland.is appinu er undir skírteini sem er á slánni neðst.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna örorkuskírteini, annars vegar hvernig það birtist samhliða öðrum skírteinum sem þú ert með í appinu og hins vegar þegar þú hefur smellt á það.
Nei það er einungis hægt að hafa stafræna örorkuskírteinið uppsett í einum síma.
Ef það er sett upp á öðrum síma afvirkjast það í fyrsta tækinu.
Nei eins og er gildir stafræna örorkuskírteinið bara á Íslandi.
Einstaklingar sem eru með gilt 75% örorkumat og eru undir 67 ára fá örorkuskírteini sitt inn á Skírteini inn á Ísland.is appinu.
Ef að skírteinið þitt birtist ekki, þarf að ýta á uppfæra hnappinn sem birtist neðst á skjánum og þá á skírteinið þitt að birtast.