Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samþætt sérfræðimat

Samþætt sérfræðimat er forsenda þess að fá greiddan örorkulífeyri eða hlutaörorkulífeyri.

Allir umsækjendur á aldrinum 18 til 67 ára um örorku- eða hlutaörorkulifeyri fara í samþætt sérfræðimat. Það er staðlað mat á getu einstaklings til virkni á vinnumarkaði þar sem færni, fötlun og heilsa er metin heildstætt í víðum skilningi. Matið byggir á ICF, alþjóðlegu kerfi Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.

Til að fara í samþætt sérfræðimat þarf endurhæfing að vera fullreynd eða ekki möguleg.

Samþætt sérfræðimat tók við af örorkumati 1. september 2025.

Hvernig fer samþætt sérfræðimat fram?

Ferlið fer þannig fram að eftir að umsókn og nauðsynleg gögn liggja fyrir og málastjóri þinn hefur farið yfir málið þá ertu boðaður í viðtal með bréfi hjá sérfræðingi vegna matsins. Viðtalið fer fram í húsnæði Tryggingastofnunar í Hlíðasmára 11 í Kópavogi. Þú færð svo nánari upplýsingar um tímasetningu sendar með sms og/eða tölvupósti innan tveggja vikna.

Vakin er athygli á að:

  • Framvísa þarf persónuskilríkjum við komu.

  • Komi til ferðakostnaðar innanlands endurgreiðist hann samkvæmt reglum Sjúkratrygginga Íslands. Upplýsingar er að finna á www.sjukra.is og hjá sýslumönnum um land allt.

Mögulegar niðurstöður

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun