Öll sem fá lífeyri eða aðrar tekjutengdar greiðslur frá Tryggingastofnun (TR) þurfa að skila tekjuáætlun til að fá rétt greitt miðað við sín réttindi.
Almennar upplýsingar
Þú þarft alltaf að skila tekjuáætlun:
þegar þú sækir um í fyrsta skipti
ef tekjur eða aðstæður þínar breytast
jafnvel þótt einu tekjurnar þínar séu frá Tryggingastofnun
Allar tekjur frá öllum löndum eru teknar með í útreikning á lífeyrinum þínum, hvort sem þú borgar skatt af tekjunum á Íslandi eða ekki.
Ef þú veist ekki hverjar upphæðirnar eru, getur verið gagnlegt að:
skoða síðasta skattframtal eða staðgreiðsluskrá skattsins og miða við það
áætla meira en minna til að koma í veg fyrir að fá of mikið greitt
Réttindi þín eru reiknuð út frá öllum tekjum sem þú færð. Þú skráir tekjurnar þínar frá þeim degi sem greiðslur eiga að byrja og út árið.
Þegar tekjuáætlun hefur verið samþykkt getur þú séð upphæðina og greiðsluáætlun á Mínum síðum.
Gerð tekjuáætlunar - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun