Tekjuáætlun - Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega
Útskýringar á tekjutegundum
Eftirfarandi tekjur þurfa að koma fram á tekjuáætlun.
Laun
Laun frá vinnuveitanda, reiknað endurgjald, verktakagreiðslur, atvinnuleysisbætur, aðrar tekjur af atvinnurekstri og fæðingarorlof.
Erlend laun þurfa líka að koma fram á tekjuáætlun.
Hlunnindi og styrkir
Þetta á við um dagpeninga, bifreiðahlunnindi eða ökutækjastyrk.
Mundu að skrá frádrátt á móti styrkjum.
Iðgjöld
Iðgjöld í sérsjóð og lífeyrissjóð.
Allar fjármagnstekjur eru sameign hjóna og sambýlisfólks. Þú skráir heildar upphæð ykkar beggja fyrir skatt. Aðeins helmingur er tekinn með í útreikning.
Söluhagnaður
Þetta getur til dæmis verið sala á hlutabréfum eða verðbréfum.
Leigutekjur
Leigutekjur af íbúðarhúsnæði, frístundahúsi og aðrar tekjur af leigu.
Vextir og arður
Þetta á við um vexti og verðbætur af innistæðum í banka og verðbréfum. Það þarf líka skrá vexti af erlendum verðbréfum og innistæðum.
Innistæða í banka hefur ekki áhrif á réttindin þín.
Lífeyrissjóðir
Allar greiðslur frá lífeyrissjóði þurfa að koma fram.
Það er gott að gera ráð fyrir vísitöluhækkunum og áætla meira í lífeyrissjóðsgreiðslur heldur en minna.
Lífeyristryggingafélög
Úttektir úr erlendum lífeyristryggingafélögum eins og Allianz eða Bayern þurfa að koma fram.
Það er gott að gera ráð fyrir vísitöluhækkunum og áætla meira í lífeyrissjóðsgreiðslur heldur en minna.
Makalífeyrir
Ef þú færð makalífeyri eftir andlát maka þarf það að koma fram á tekjuáætlun.
Viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður þar sem þú greiðir 2% eða 4% af launum og launagreiðandi leggur 2% fram á móti.
Ef þú tekur út viðbótarlífeyrissparnað hefur það áhrif á:
viðbótargreiðslur til fólks með takmörkuð ellilífeyrisréttindi
framfærsluuppbót, sem endurhæfingar- og örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á.
Úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar hefur ekki áhrif á grunnlífeyri lífeyrisþega.
Séreign - séreignarsparnaður
Skrá þarf séreignahluta skyldusparnaðar sem þú erfir.
Ef þú erfir séreign hefur það áhrif á:
viðbótargreiðslur til fólks með takmörkuð ellilífeyrisréttindi,
framfærsluuppbót, sem endurhæfingar- og örorkulífeyristakar geta átt rétt á.
Erlendir lífeyrissjóðir
Ef þú færð greiðslur frá starfstengdum erlendum lífeyrissjóði þarf að skrá upphæðina í þeim gjaldmiðli sem þær eru greiddar í ásamt nafn stofnunarinnar sem greiðir.
Þú þarft að senda upplýsingar um greiðslurnar til Tryggingastofnunar. Til dæmis afrit af greiðsluseðli.
Erlendur grunnlífeyrir
Ef þú færð lífeyri frá erlendri almannatryggingastofnun þarf að skrá upphæðina í þeim gjaldmiðli sem hann er greiddur ásamt nafn stofnunarinnar sem greiðir.
Þetta getur til dæmis verið frá:
Danmörku: Udbetaling Danmark
Noregi: NAV
Svíþjóð: Pensionsmyndigheten og Försäkringskassan
Finnlandi:
Færeyjum: Almannaverkið
Grænlandi:
Póllandi: ZUS
Þýskalandi: DRV
Bandaríkjunum: SSA
Styrkir og félagsleg aðstoð
Þetta á við um náms- eða vísindastyrk, fæðingarstyrk og félagslega aðstoð.
Mundu að skrá frádrátt á móti styrkjum.
Aðrar greiðslur
Aðrar skattskyldar tekjur eins og greiðslur eða skaðabætur frá tryggingafélagi eða stéttarfélagi.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun