Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Uppbót á lífeyri

Athugið að aðeins er réttur á uppbótum ef heildartekjur þínar með greiðslum frá TR eru undir 327.004 krónur á mánuði.

Umsókn um uppbót á lífeyri

Uppbót á lífeyri er mánaðarleg upphæð sem bætist við örorku- og ellilífeyrisgreiðslur eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur ef réttur er til staðar.

Tekjuhámark

Uppfylla þarf skilyrði um hámarks tekjur til að eiga rétt á uppbót á lífeyri.

Þú mátt að hámarki vera með:

  • 327.004 krónur á mánuði í heildartekjur með tekjum frá TR,

  • 3.924.048 krónur í peningum eða verðbréfum.

Fjármagnstekjur eru sameign hjóna og sambýlisfólks. Þú skráir heildar upphæð ykkar beggja fyrir skatt í tekjuáætlun. Aðeins helmingur er tekinn með í útreikning.

Uppbótinni er ætlað að mæta kostnaði vegna:

  • lyfja,

  • umönnunar,

  • kaupa á heyrnartækjum,

  • húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta,

  • dvalar á sambýli eða áfangaheimili,

  • rafmagns vegna notkunar á súrefnissíu.

Fjárhæð

Fjárhæðir uppbóta á lífeyri eru ekki fastar upphæðir en þær miðast við útlagðan kostnað umsækjanda og heildartekjur viðkomandi.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða umsóknar liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Greiðslur uppbótar á lífeyri

Uppbót á lífeyri er fyrirframgreidd fyrsta dag hvers mánaðar með öðrum lífeyrisgreiðslum.

Ef greiðslur eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og auðið er á þann bankareikning sem skráður er á Mínar síður.

Greiðslur falla niður

Uppbót á lífeyri fellur niður vegna:

  • flutnings úr landi,

  • vegna flutnings lögheimilis (á við um uppbætur vegna dvalar á sambýli, áfangaheimili eða húsaleigu),

  • þegar lífeyrisgreiðslur stöðvast vegna dvalar á stofnun eða andláts.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun