Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun: Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri

Get ég fengið styrk eða endurgreiðslu vegna kaupa á heyrnartækjum?

Þú gætir mögulega átt rétt á uppbót á lífeyri sem er mánaðarleg upphæð sem bætist við örorku- og ellilífeyrisgreiðslur eða sjúkra- og endurhæfingargreiðslur ef réttur er til staðar.

Athugið að aðeins er réttur á uppbótum ef heildartekjur þínar með greiðslum frá TR eru undir 327.004 krónur á mánuði.

Athugið að möguleiki er á styrk frá Sjúkratryggingum Íslands vegna kaupa á heyrnartækjum, styrkurinn er dreginn frá heildarfjárhæð tækis áður en uppbótin er greidd. Ef ekki er réttur á styrk frá SÍ þarf að skila staðfestingu á því.