Tryggingastofnun: Heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri
Á ég rétt á heimilisuppbót?
Til að eiga rétt á heimilisuppbót þarftu að vera, einhleyp/ur, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði, deila ekki lögheimili með öðrum fullorðnum og hafa eldunar- og salernisaðstöðu sem þú deilir ekki með öðrum. Undantekningar á þessum reglum eru að þú mátt deila heimili með ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára sem er í námi eða starfsþjálfun eða ef maki býr á hjúkrunarheimili.