Fara beint í efnið

Heimilisuppbót fyrir lífeyrisþega sem búa einir

Lífeyrisþegar geta sótt um heimilisuppbót hjá Tryggingastofnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.  Umsækjandi verður að vera einhleypur og búa einn. Einnig er heimilt að greiða heimilisuppbót til lífeyrisþega ef maki dvelur á stofnun fyrir aldraða. Tvær undantekningar eru á þessu; mögulegt er að fá heimilisuppbót ef:

  • Einstaklingur á aldrinum 18-20 ára sem er í námi eða starfsþjálfun býr á heimilinu. Skila þarf inn skólavottorði fyrir ungmennið með umsókninni

  • Einstaklingur á aldrinum 20-25 ára stundar nám fjarri skráðu lögheimili sínu. Skila þarf inn staðfestingu á því að ungmennið búi tímabundið annars staðar, svo sem skólavottorð

Eftir innskráningu hjá Tryggingastofnun finnur þú umsóknina undir Umsóknir.

Aðgangsstýrð stafræn umsókn

Umsókn um heimilisuppbót

Efnisyfirlit