Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heimilisuppbót fyrir lífeyris- og greiðsluþega sem búa einir

Heimilisuppbót er viðbót við greiðslur frá TR. Hún bætist ofan á örorkulífeyri, sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og ellilífeyri þeirra sem búa einir og eru með lögheimili á Íslandi.

Umsókn um heimilisuppbót

Almennt

Þú þarft að vera:

  • einhleyp/ur, hvorki í sambúð né hjónabandi, nema maki búi á hjúkrunarheimili.

Þú getur fengið heimilisuppbót ef þú býrð:

  • í eigin húsnæði,

  • í leiguhúsnæði,

  • á sambýli,

  • á áfangaheimili.

  • með börnum undir 18 ára aldri,

  • með ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára í námi eða starfsþjálfun eða

  • ein/n en maki býr á hjúkrunarheimili (á ekki við ef þú ert með sjúkra- og endurhæfingargreiðslur).

Húsnæðis- og búsetuskilyrði

Heimili þitt verður að hafa eldunar- og salernisaðstöðu til einkanota.

Ef þú deilir eldunar- eða salernisaðstöðu með öðrum telstu ekki búa ein/n.

Þú verður að hafa lögheimili þar sem þú býrð.

Ef þú dvelur á sambýli eða áfangaheimili getur þú sótt um heimilisuppbót þrátt fyrir ofangreind skilyrði.

Tilkynna breytingar

Mikilvægt er að tilkynna breytingar á búsetu þinni til TR. Til dæmis ef þú flytur, ferð í sambúð eða einhver flytur lögheimilið sitt til þín.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun