Fara beint í efnið

Umsókn um hálfan ellilífeyri

Umsókn um hálfan ellilífeyri

Alltaf þarf að sækja um ellilífeyri en réttur myndast almennt við 67 ára aldur. Miðað er við að réttur hefjist fyrsta dag næsta mánaðar eftir 67 ára afmælið.

Það er mögulegt að taka 50% ellilífeyri hjá TR á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tekjur hafa ekki áhrif á greiðslur hálfs ellilífeyris frá TR.

Með umsókn þarf að skila:

  • Yfirliti frá Lífeyrisgáttinni yfir alla lífeyrissjóði sem umsækjandi hefur greitt í

  • Staðfestingu um 50% réttindi og greiðslur frá öllum skyldubundnum lífeyrissjóðum

  • Greiðsluseðlum frá öllum lífeyrissjóðum

Eftir innskráningu hjá Tryggingastofnun finnur þú umsóknina undir Umsóknir.

Umsókn um hálfan ellilífeyri

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun