Fara beint í efnið

Hálfur ellilífeyrir

Umsókn um hálfan ellilífeyri

Ef þú vilt minnka við þig vinnu en ekki hætta alveg á vinnumarkaði getur þú sótt um hálfan ellilífeyri.

Ef þú færð nú þegar fullan ellilífeyri er ekki hægt að sækja um hálfan ellilífeyri.

Réttur til hálfs ellilífeyris

Þú getur átt rétt á hálfum ellilífeyri samhliða vinnu ef þú:

  1. uppfyllir almenn skilyrði um ellilífeyri á Íslandi,

  2. hefur staðfestingu fyrir úttekt á hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðnum þínum,

  3. hefur staðfestingu frá vinnuveitanda um hámark 50 prósent starfshlutfall.

Litið er á meðaltal starfshlutfalls yfir almanaksárið. Því er í lagi að vinna meira en 50 prósent suma mánuði og minna aðra mánuði svo lengi sem að meðaltalið fari ekki yfir 50 prósent starfshlutfall á einu ári.

Í reiknivélinni má skoða mismunandi forsendur og sjá niðurstöður.

Tekjuáætlun

Upphæð hálfs ellilífeyris er tengd tekjum. Frítekjumörk ráða hversu mikið hálfur ellilífeyrir lækkar í hlutfalli við aðrar tekjur. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt.

Þú getur breytt tekjuáætlun á Mínum síðum TR.

Umsóknarferli

Þú fyllir út umsókn rafrænt á Mínum síðum TR eða kemur til okkar í eigin persónu í þjónustumiðstöð Hlíðasmára 11 í Kópavogi eða til umboðsmanna TR hjá sýslumönnum um land allt.

Fylgigögnum má skila í gegnum Mínar síður.

Ef þú færð örorkulífeyri við 67 ára aldur þarft þú ekki að sækja um. Lífeyrinn breytist sjálfkrafa í ellilífeyri.

Ef þú ert erlendis búsett/ur þarftu að sækja um í gegnum viðeigandi stofnun í búsetulandi.

Mikilvægt er að skila tekjuáætlun með umsókn þinni en hana er hægt að fylla út með sömu leiðum og umsóknina.

Umsókn um hálfan ellilífeyri

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Hálfur ellilífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar og þú færð upphæðina inn á bankareikninginn þinn sem gefinn er upp á Mínum síðum.

Hægt er að fá eina greiðslu á ári  í stað mánaðarlegra greiðslna ef inneign er til staðar að loknu uppgjöri Tryggingastofnunar.

Kosturinn við að fá greitt einu sinni á ári á grundvelli skattframtals er að þú færð nákvæmlega það sem þú átt rétt á. Þá er engin hætta á að fá kröfu við uppgjör vegna ofgreiddra greiðslna.

Umsókn um hálfan ellilífeyri

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun