Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lífeyrir - Ein greiðsla á ári

Umsókn um eina greiðslu á ári

Þú getur óskað eftir að fá lífeyri frá TR greiddan einu sinni á ári. Þá hættir þú að fá mánaðarlega greitt frá TR en í stað þess eru réttindin reiknuð út þegar staðfest skattframtal liggur fyrir, árið eftir.

Þetta fyrirkomulag gæti hentað þeim sem eru með breytilegar tekjur yfir árið eða þeim sem fá sínar aðaltekjur annars staðar en frá TR, til dæmis frá lífeyrissjóðum.

Með því að fá greitt einu sinni á ári færðu nákvæmlega það sem þú á rétt á miðað við tekjur.

Umsókn

Svona sækir þú um:

  1. Smelltu á Sækja um

  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum

  3. Fylltu út umsóknina

  4. Smelltu á Senda umsókn

Einnig er hægt að sækja um:

Umsóknin verður unnin sjálfvirkt út frá fyrirliggjandi gögnum. Niðurstaðan verður sýnileg í umsóknarferlinu sjálfu.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun