Fara beint í efnið

Örorkulífeyrir

Umsókn um örorkumat

Örorkulífeyrir mun taka breytingum 1. september 2025.

Þú getur kynnt þér helstu breytingarnar hér.

Tryggingastofnun mun upplýsa viðskiptavini með rétt til örorkulífeyis um sína stöðu í nýju kerfi þegar nær dregur breytingunum.

Örorkulífeyrir er fyrir fólk með 75% örorku og getur ekki sinnt störfum á vinnumarkaði vegna þess að starfsgeta þeirra er varanlega skert.

Örorkulífeyrir tryggir einstaklingum framfærslu á meðan örorkumat er í gildi.

Almennar upplýsingar

Þú átt rétt á greiðslum örorkulífeyris ef þú hefur fengið metna 75% örorku eða meira og uppfyllir eftirtalin skilyrði:

  • þú ert á aldrinum 18 til 67 ára,

  • endurhæfing hefur ekki borið árangur, metin fullreynd eða á ekki við,

  • þú hefur búið á Íslandi í að minnsta kosti 3 ár.

Réttur til örorkulífeyris byggir á áætluðum búsetutíma frá örorkumati að 67 ára aldri. Miðað er við búsetutíma á Íslandi fyrir töku lífeyris.

Ef þú hefur búið eða unnið í útlöndum getur verið að þú eigir rétt á örorkulífeyri frá því landi.

Fjárhæðir

Örorkulífeyrir er tekjutengdur, sem þýðir að aðrar tekjur hafa áhrif til lækkunar.

Fullur örorkulífeyrir er:

  • 421.380 krónur á mánuði fyrir skatt með heimilisuppbót,

  • 335.128 krónur á mánuði fyrir skatt án heimilisuppbótar.

Í reiknivélinni getur þú sett inn þínar forsendur og séð áætlaðar upphæðir.

Nánar um fjárhæðir örorkulífeyris.

Greiðslutímabil

Þú færð greiddan örorkulífeyri jafn lengi og örorkumat er í gildi og tekjur eru undir viðmiðunarmörkum. Hægt er sækja um að matið gildi allt að 2 ár afturvirkt.

Fyrirkomulag greiðslna

Örorkulífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar á þann bankareikning sem er skráður á Mínar síður TR. Þar getur þú einnig skráð upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar.

Greiðsla getur tekið allt að 5 virka daga að berast eftir að búið er að samþykkja umsókn um örorkulífeyri.

Á Mínum síðum getur þú séð upphæðir í greiðsluáætlun og breytt tekjuáætlun ef þörf er á.

Ef umsóknir eru samþykktar afturvirkt er inneign greidd út eins fljótt og hægt er.

Umsókn um örorkumat

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun