Fara beint í efnið

Örorkulífeyrir

Umsókn um örorkumat

Greiðslur falla niður

Greiðslur örorkulífeyris falla niður:

  • þegar einstaklingur nær 67 ára aldri, þá myndast réttur til ellilífeyris, ekki þarf að sækja sérstaklega um ellilífeyri,

  • ef einstaklingur flytur til lands sem er ekki með samning við Ísland um réttindi milli landa,

  • þegar búseta hefst á dvalar- eða hjúkrunarheimili falla lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun niður næstu mánaðamót eftir að búseta hefst,

  • þegar dvöl á sjúkrahúsi hefur náð samtals 180 dögum á undanförnum 12 mánuðum, þar af verður dvölin að hafa verið samfelld í 30 daga við lok tímabilsins,

  • ef einstaklingur afplánar dóm í fangelsi eða kemur sér undan því að afplána refsingu,

  • ef einstaklingur er úrskurðaður í gæsluvarðhald eða á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun falla allar greiðslur TR til hans niður eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl,

  • eftir innlögn á heilbrigðisstofnun í meira en eitt ár.

Mögulega er réttur á greiðslum ráðstöfunarfés ef greiðslur falla niður vegna dvalar á stofnun.

Umsókn um örorkumat

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun