Örorkulífeyrir til 31. ágúst 2025
Greiðslur falla niður
Athugið að upplýsingar á þessari síðu eru um örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfið sem var í gildi til 31. ágúst 2025. Umsækjendur frá 1. september 2025 eru metnir samkvæmt nýja kerfinu á meðan þau sem áttu mat í gildi í gamla kerfinu til að minnsta kosti 31. ágúst 2025 færðust sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.
Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um nýja kerfið:
Örorkulífeyrir frá 1. september 2025
Hlutaörorka og virknistyrkur frá 1. september 2025
Greiðslur örorkulífeyris falla niður:
þegar einstaklingur nær 67 ára aldri, þá myndast réttur til ellilífeyris, ekki þarf að sækja sérstaklega um ellilífeyri,
ef einstaklingur flytur til lands sem er ekki með samning við Ísland um réttindi milli landa,
þegar búseta hefst á dvalar- eða hjúkrunarheimili falla lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun niður næstu mánaðamót eftir að búseta hefst,
þegar dvöl á sjúkrahúsi hefur náð samtals 180 dögum á undanförnum 12 mánuðum, þar af verður dvölin að hafa verið samfelld í 30 daga við lok tímabilsins,
ef einstaklingur afplánar dóm í fangelsi eða kemur sér undan því að afplána refsingu,
ef einstaklingur er úrskurðaður í gæsluvarðhald eða á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun falla allar greiðslur TR til hans niður eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl,
eftir innlögn á heilbrigðisstofnun í meira en eitt ár.
Mögulega er réttur á greiðslum ráðstöfunarfés ef greiðslur falla niður vegna dvalar á stofnun.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun