Samþætt sérfræðimat tekur við að af örorkumati 1. september 2025.
Einstaklingar með gilt örorkumat 31. ágúst 2025 eða lengur, fá varanlegan rétt til örorkulífeyris frá og með 1. september 2025.
Þau sem eru með gilt örorkumat munu fá nánari upplýsingar frá Tryggingatofnun um sína stöðu í nýju kerfi þegar nær breytingunum dregur.
Þau sem eru á aldrinum 18 til 67 ára geta sótt um að fara í örorkumat þar sem metin er færni eftir sjúkdóma, slys eða fötlun. Skilyrði er að endurhæfing sé fullreynd áður en örorka er metin.
Örorkumat er forsenda þess að þú fáir greiddan örorkulífeyri eða örorkustyrk.
Ferli fyrsta mats
Matsferlið getur tekið allt að 12 vikur eftir að öllum gögnum hefur verið skilað. Fyrsta skrefið er að tala við lækninn þinn.
Læknir gefur út læknisvottorð vegna örorku.
Þú sækir um hjá TR og skilar öllum gögnum, þar á meðal spurningalista vegna færniskerðingar og tekjuáætlun. Hægt er sækja um að matið gildi allt að 2 ár afturvirkt.
Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum TR undir Staða umsókna.
Skoðunarlæknir hefur samband við þig og bókar tíma. Þetta getur tekið nokkrar vikur. Skoðunarlæknir hefur 4 vikur frá því gögn bárust honum til að skila sinni skýrslu til TR.
Tryggingalæknir úrskurðar um örorku út frá öllum gögnum.
Mælt er með því að sækja um greiðslur frá lífeyrissjóði sem fyrst. Þegar örorkulífeyrir er samþykktur þarf að skila upplýsingum um tekjur, þar á meðal tekjur frá lífeyrissjóði.
Í sumum tilvikum fær fólk lífeyrissjóðsgreiðslur mánuði eða ár aftur í tímann í eingreiðslu. Það getur haft áhrif á upphæð örorkulífeyris. Þess vegna er ráðlagt að sækja um greiðslur í lífeyrissjóði sem fyrst, eða gera ráð fyrir þeim greiðslum í tekjuáætlun til að koma í veg fyrir ofgreiðslu og skuld.
Niðurstaða örorkumats
Niðurstaða örorkumatsins getur gefið rétt til örorkustyrks eða örorkulífeyris.
Sjá nánar um úrskurð örorkumats.
Gildistími örorkumats
Örorkumat er í flestum tilvikum tímabundið mat og getur gilt í allt að 5 ár. Hægt er sækja um að matið gildi allt að 2 ár afturvirkt.
Í einstaka tilvikum getur matið verið varanlegt, það er til 67 ára aldurs en þá taka greiðslur ellilífeyris við. Ef örorkumat er í gildi fram að 67 ára aldri þarf ekki að sækja um ellilífeyri, þú flyst sjálfkrafa yfir á ellilífeyrisgreiðslur.
Þegar örorkumatið er að renna út er gott að huga að endurmati á örorku. Best er að miða við að skila inn umsókn og fylgigögnum um 3 mánuðum áður en örorkumatið rennur út.
Staða umsóknar
Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum TR.
Þar getur þú líka fundið leyninúmerið þitt. Það er notað í samskiptum við TR í síma.
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínar síður undir Mín skjöl.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR,
Örorkumat - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun