Örorkumat til 31. ágúst 2025
Búsetuskilyrði vegna örorkumats
Til að gangast undir örorkumat þarftu að uppfylla ákveðin búsetuskilyrði.
Í stuttu máli
Almennt gildir þriggja ára reglan, hún kveður á um að umsækjandi hafi átt skráð lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár. Hins vegar eru ákveðnar undantekningar á þessari reglu, þær eru:
Aldursreglan. Hún á við um einstaklinga yngri en 20 ára. Samkvæmt henni mega einstaklingar sem uppfylla ekki þriggja ára regluna en eru yngri en 20 ára og hafa átt skráð lögheimili á Íslandi við 18 ára aldur fá metna örorku. Í þeim tilvikum þarf örorkumatið að gilda frá 18 ára aldri, sækja þarf því um afturvirkt frá þeim degi sem viðkomandi varð 18 ára.
20 ára reglan. Samkvæmt henni er búsetuskilyrði uppfyllt eftir einungis 12 mánaða samfellda búsetu á Íslandi ef umsækjandi hefur átt skráð lögheimili á Íslandi í að minnsta kosti 20 ár eftir 16 ára aldur.
5+5 reglan. Samkvæmt henni er búsetuskilyrði uppfyllt eftir einungis 12 mánaða samfellda búsetu á Íslandi ef umsækjandi hefur átt skráð lögheimili á Íslandi í að minnsta kosti fimm ár eftir 16 ára aldur og búseta erlendis var ekki lengri en fimm ár.
Samlagningarreglan. Heimilt er að leggja saman búsetu á Íslandi og í öðrum EES-löndum, Færeyjum, Grænlandi, Sviss, Bretlandi, Bandaríkjunum eða Kanada til að uppfylla lágmarksbúsetu (gildir aðeins ef umsækjandi er ríkisborgari í þessum löndum, ríkisfangslaus eða flóttamaður).
Ef samlagningarreglan er notuð fær umsækjandi ekki fullan framreikning samkvæmt íslenskum lögum, heldur hlutfallslegan útreikning eftir reglum Evrópuréttar eða tvíhliða samninga.
Umsækjandi þarf að hafa verið búsettur að lágmarki í eitt ár á Íslandi frá 16 ára aldri til að teljast uppfylla búsetuskilyrði með samlagningarreglunni.
Vinnumarkaðsskilyrðið. Til þess að umsækjendur sem hafa verið búsettir á Íslandi skemur en þrjú ár frá 16 ára aldri geti nýtt sér samlagningarreglu EES-réttar þurfa þeir að sýna fram á órofna þátttöku á vinnumarkaði í viðkomandi EES-ríki.
Í tilviki Bandaríkjanna þarf auk búsetu að uppfylla skilyrði um að hafa starfað í að minnsta kosti eitt ár á Íslandi.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun