Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Örorkumat til 31. ágúst 2025

Úrskurður

Athugið að upplýsingar á þessari síðu eru um örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfið sem var í gildi til 31. ágúst 2025. Umsækjendur frá 1. september 2025 eru metnir samkvæmt nýja kerfinu á meðan þau sem áttu mat í gildi í gamla kerfinu til að minnsta kosti 31. ágúst 2025 færðust sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um nýja kerfið:

Örorkulífeyrir frá 1. september 2025

Hlutaörorka og virknistyrkur frá 1. september 2025

Samþætt sérfræðimat frá 1. september 2025

Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur frá 1. september 2025

Tryggingalæknir úrskurðar um örorku út frá:

  • læknisvottorði frá þínum lækni,

  • spurningalista sem þú fyllir út,

  • álitsgerð skoðunarlæknis,

  • greinargerð frá endurhæfingaraðila sem staðfestir að endurhæfing sé fullreynd ef við á.

Þú leggur mat á eigin færni í spurningalista þegar þú sækir um örorku. Þetta er tækifæri fyrir þig að koma þínum sjónarmiðum á framfæri milliliðalaust.

Flestir fyrstu umsækjendur eru kallaðir í skoðun hjá lækni sem starfar utan TR. Biðtími eftir tíma hjá skoðunarlækni getur verið nokkrar vikur.

Þú getur átt rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga fyrir ferðum vegna umsókna um lífeyri.

Réttindi út frá örorkumati

Útkoma örorkumatsins segir til um réttindi:

75% örorka telst full örorka.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun