Fara beint í efnið

Greitt er fyrir ferðir í viðtal eða skoðun vegna umsóknar um örorku- eða endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun, til dæmis vegna færnimats, örorkumats, eða annars mats sem nauðsynlegt er að fari fram.

Umsóknarferli

Ekki þarf sérstaklega að sækja um endurgreiðslu ferðakostnaðarins þar sem Tryggingastofnun sendir Sjúkratryggingum upplýsingar um viðtal eða skoðun. Umsækjandi þarf einungis að senda greiðslukvittanir fyrir fargjöldum eða eldsneytiskaupum vegna einkabíls til umboðs Sjúkratrygginga í heimabyggð.

Upphæðir

Að jafnaði er endurgreitt fyrir hverja ferð:

  • 2/3 af fargjaldi með flugi, ferju eða áætlunarbíl. Ef ferðast er með eigin bíl er sá kostnaður reiknaður út frá vegalengd og kílómetragjaldi.

  • Kostnaðarhluti umsækjanda (1/3 hluti fargjalds) fer þó aldrei yfir 1.500 kr. í hverri ferð fram og til baka.

  • Kostnaðarhluti umsækjanda lækkar í 500 kr. fyrir hverja ferð ef kostnaður hans fer yfir 10.000 kr. á síðustu 12 mánuðum eða á almanaksári frá 01.01.2024.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar