Hjálpartæki
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á hjálpartækjum.
Tilgangur hjálpartækja:
Auðvelda notendum að takast á við athafnir daglegs lífs.
Auka sjálfsbjargargetu og öryggi.
Eru til lengri notkunar en þriggja mánaða.
Í skilgreindum tilvikum til þjálfunar og meðferðar.
Skila þarf hjálpartækjum í eigu Sjúkratrygginga sem hægt er að endurnýta.
Hvaða hjálpartækjum þarf að skila?
Tækjum með skilaskyldulímmiða ber að skila, nema göngugrindum að undanskildum háum göngugrindum með framhandleggsstuðningi og barnagöngugrindum.
Hvaða hjálpartækjum þarf ekki að skila?
Notuðum salernisupphækkunum og armstoðum.
Bað- og sturtuhjálpartækjum án rafmagns.
Snúningslökum og skífum.
Sokkaífærum.
Griptöngum.
Flutningsbrettum.
Notendur geta átt þessi tæki eða skilað þeim til endurvinnslustöðva.
Hvert skila ég hjálpartækjum?
Hægt er að skila tækjum til Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga (Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík). Skilin eru sjálfvirk og nýta rafræn skilríki notenda eða þess sem skilar fyrir hans hönd.
Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins þá geturðu sent tækið til Sjúkratrygginga með Eimskip Flytjanda. Þú greiðir ekki fyrir sendinguna.
Utan höfuðborgarsvæðisins sér Eimskip Flytjandi einnig um að sækja heim stærri hjálpartæki eins og rúm sem komast ekki fyrir í venjulegum bílum.
Mikilvægt er að kennitalan þín fylgi með tækinu sjálfu svo Sjúkratryggingar skrái skilin rétt.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
