Næring og sérfæði
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði á lífsnauðsynlegum næringarefnum og sérfæði ef að:
Sjúkdómur eða slys veldur miklum vanda við upptöku næringarefna.
Vandamálið er langvarandi (í að minnsta kosti í þrjá mánuði).
Hvað er niðurgreitt?
Amínósýrublanda vegna efnaskiptagalla.
Næring um slöngu (sondunæring) ásamt fylgihlutum og dælu.
Fylgihlutir vegna næringar í æð.
Næringardrykkir, almennir og sérhæfðir.
Þykkingarefni vegna kyngingarerfiðleika.
Próteinskert fæði vegna efnaskiptagalla.
Peptíðmjólk/amínósýrublanda vegna mjólkurofnæmis fyrir börn 0-2 ára.
Hvað er ferlið?
Læknir, næringarfræðingur eða annar heilbrigðisstarfsmaður metur þörf og sendir umsókn
Þegar umsóknin hefur verið afgreidd berast upplýsingar í stafrænt pósthólf á Mínum síðum.
Ef umsóknin er samþykkt kemur fram hversu mikinn hluta kostnaðar Sjúkratryggingar niðurgreiða og hversu lengi niðurgreiðslan gildir. Þú getur fylgst með stöðu umsóknar á Mínum síðum.
Hvernig kaupi ég næringarefnin/sérfæðið?
Þegar þú kaupir vöruna þá gefur þú upp kennitöluna þína. Starfsmaður verslunarinnar fléttir kennitölunni þinni upp. Þú greiðir eingöngu þinn hluta af kostnaðinum.
Upphæð niðurgreiðslu
Verslunin sendir Sjúkratryggingum reikning fyrir hlutinn sem Sjúkratryggingar greiða.
Þú getur séð hversu mikið þú átt eftir af niðurgreiðslunni á Mínum síðum undir „Heimild nú til úttektar“ eftir að Sjúkratryggingar hafa greitt reikningana frá verslunum.
Upphæð niðurgreiðslu miðast við 3 mánaða tímabil. Niðurgreiðsla eins mánaðar getur því verið hærri en hámarksupphæð á mánuði.
3 mánaða tímabilið
Mánuðurinn á undan og upphæð sem er ónýtt þar
Núverandi mánuður
Næsti mánuður vegna heimildar til að taka út 2ja mánaða skammt
Kvittanir fyrir kaupum
Ef þú staðgreiddir vöruna þá geturðu sent Sjúkratryggingum kvittun.
Þú gerir það í gegnum Gagnaskil einstaklinga. Þar velurðu „Hjálpartækja- og næringarreikningar.“
Þú getur líka skilað kvittunum til þjónustuvers.
Þú færð síðan upplýsingar varðandi endurgreiðslu á þeim hluta kostnaðar sem Sjúkratryggingar greiða.
Ef öll næring einstaklings er um slöngu þá greiðir einstaklingur aldrei meira fyrir mánaðarskammt en:
0-5 ára: 9.000 krónur.
6-9 ára: 17.900 krónur.
10-12 ára: 26.900 krónur.
13-17 ára: 35.900 krónur.
18 ára og eldri: 44.900 krónur.
Sjúkratryggingar greiða restina af kostnaðinum fyrir næringuna.
Ef næring um slöngu er hluti af orkugjöf einstaklings þá lækkar upphæðin sem Sjúkratryggingar greiða fyrir.
Hvar kaupi ég næringu og fylgihluti?
Þú getur keypt:
Fylgihluti hjá Icepharma og Rekstrarvörum.
Dælu hjá Icepharma.
Fylgihluti færðu hjá Parlogis og Rekstrarvörum. Dælur færðu hjá Icepharma sem eiga dælurnar og ber að skila þeim þangað að notkun lokinni.
Upplýsingabæklingar frá samningsaðilum:
Sjúkratryggingar greiða 90% af kostnaði fyrir:
almenna og sérhæfða næringardrykki/dufti.
þykkingarefni vegna kyngingarerfiðleika.
Það er hámarksupphæð sem Sjúkratryggingar greiða á mánuði en þú getur fundið stöðuna þína á Mínum síðum.
Hvar kaupi ég vöruna?
Sjúkratryggingar eru með samninga við:
Þú mátt kaupa vöruna í öðrum verslunum.
Upplýsingabæklingar frá samningsaðilum:
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á peptíðmjólk/amínósýrublöndu vegna mjólkurofnæmis fyrir börn 0-2ja ára.
Ofnæmi skal staðfest af ofnæmislækni, barnaofnæmislækni eða meltingarlækni
Hvar kaupi ég vöruna?
Sjúkratryggingar eru með samninga við:
Þú mátt kaupa vöruna í öðrum verslunum.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
