Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun. Niðurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar eru inni í greiðsluþátttökukerfinu.
Fjöldi tíma
Einstaklingar geta fengið 6 tíma hjá sjúkraþjálfara niðurgreidda án læknisbeiðni.
Einstaklingar með læknisbeiðni geta fengið 15 tíma hjá sjúkraþjálfara á 12 mánaða tímabili.
Ef þörf er á fleiri tímum þá þarf sjúkraþjálfari að sækja um það sérstaklega.
Heimaþjónusta sjúkraþjálfara
Heimasjúkraþjálfun er nauðsynleg meðferð fyrir einstakling sem er þannig líkamlega á sig kominn að hann kemst ekki í meðferð á stofu. Sjúkraþjálfari sækir fyrir fram um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði.
Sjúklingur greiðir sama gjald fyrir heimasjúkraþjálfun og sjúkraþjálfun á stofu.
Sjúkratryggingar mega fella niður gjald sjúklings ef um er að ræða mjög alvarlegt sjúkdómsástand.
Dæmi um alvarlegt sjúkdómsástand:
Krabbamein
Parkinsonssjúkdómur á lokastigi
Mjög alvarleg fötlun
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við iðjuþjálfun hjá Gigtarfélagi Íslands og Sjálfsbjörg á Akureyri.
Niðurgreiðslur vegna iðjuþjálfunar eru inni í greiðsluþátttökukerfinu.
Hvernig er ferlið?
Læknir þarf að greina sjúkdóm sem þarfnast iðjuþjálfunar.
Læknir gefur út beiðni um iðjuþjálfun.
Einstaklingur fer í iðjuþjálfun hjá Gigtarfélagi Íslands eða Sjálfsbjörg á Akureyri
Fjöldi tíma
Ef þjálfunarbeiðni er samþykkt þá fær einstaklingur 15 tíma í iðjuþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili.
Ef þörf er á fleiri tímum þá þarf iðjuþjálfari að sækja um það sérstaklega.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við talþjálfun ef viss skilyrði eru uppfyllt.
Skilyrði eru:
Sjúkdómsgreining þarf að koma frá lækni.
Skrifleg þjálfunarbeiðni þarf að koma frá talmeinafræðingi sem er á samning við Sjúkratryggingar.
Niðurgreiðslur vegna talþjálfunar eru inni í greiðsluþátttökukerfinu.
Hvernig er ferlið?
Læknir þarf að greina sjúkdóm sem þarfnast talþjálfunar.
Læknir gefur út beiðni um talþjálfun.
Einstaklingur fer til talmeinafræðings sem er á samning við Sjúkratryggingar.
Talmeinafræðingur sendir þjálfunarbeiðnina til Sjúkratrygginga.
Sjúkratryggingar samþykkja eða synja beiðninni.
Upplýsingar um starfandi talmeinafræðinga má finna á heimasíðu talmeinafræðinga.
Börn með minni frávik
Sveitarfélög sinna börnum með minni frávik vegna talmeina sem uppfylla ekki skilyrði Sjúkratrygginga.
Fjöldi tíma
Ef þjálfunarbeiðni er samþykkt þá fær einstaklingur 15 tíma í talþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili.
Ef þörf er á fleiri tímum þá þarf talmeinafræðingur að sækja um það sérstaklega.
Greining og ráðgjöf
Sjúkratryggingar niðurgreiða einnig:
1 greiningu á hverju 12 mánaða tímabili.
2 tíma í ráðgjöf.
Sjúkratryggingar veita ekki styrki til talþjálfunar hjá talmeinafræðingum sem starfa án samnings.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
