Sjúkratryggingar milli landa
Með sjúkratryggingu færðu aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Frá EES-landi
Ferðamenn greiða sama gjald og sjúkratryggðir einstaklingar hér á landi ef þeir framvísa Evrópska sjúkratryggingakortinu auk vegabréfs sem staðfestir ríkisfang viðkomandi.
Ferðamenn frá öðrum löndum utan EES
Ríkisborgarar landa utan EES greiða gjald fyrir þjónustuna sem ákveðið er í reglugerð um heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem eru ekki sjúkratryggðir.
Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi sem tala ekki íslensku eða nota táknmál eiga rétt á túlkaþjónustu sem Sjúkratryggingar greiða fyrir.
Túlkaþjónustan er til að aðstoða þá við að skilja upplýsingar um heilsufar og opinbera heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðisstarfsmaður metur þörf á túlkaþjónustu og skipuleggur notkun þjónustunnar.
S1-vottorð er staðfesting á sjúkratryggingu einstaklings í fyrra búsetulandi. Með því að sækja um S1-vottorð verður einstaklingur sjúkratryggður í nýja búsetulandinu og fær þá sömu þjónustu og aðrir sjúkratryggðir einstaklingar í því landi. Einstaklingurinn heldur þó einnig áfram að vera sjúkratryggður á Íslandi.
Ísland er með samninga varðandi almannatryggingu við:
Lönd í Evrópska efnahagssvæðinu (EES)
Sviss
Bretland
Samningarnir taka meðal annars fyrir:
Greiðslur bóta einstaklinga sem búa erlendis
Hvernig á að taka tillit til búsetu-, atvinnu- og tryggingatíma sem hafa safnast upp í samningsríkjum
Jafnræði ríkisborgara í samningsríkjum
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
