Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning og breyting á heilsugæslu

Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.  

Allir eiga að vera skráðir á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni. 

Ef einstaklingur er ekki skráður á heilsugæslustöð þá er hann sjálfkrafa skráður á þá stöð sem er næst lögheimili hans. Hægt er að breyta skráningunni í aðra heilsugæslustöð eða til sjálfstætt starfandi heimilislæknis.  

Skoða skráningu á Mínum síðum. 

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu 

Þjónusta heimilislækna utan dagvinnutíma 

  • Læknavaktin sér um móttöku og vitjanir eftir dagvinnutíma.  

  • Upplýsinga- og ráðgjafarþjónusta er í síma 1770.

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn 

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar