Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Sjúkratryggingar við flutning frá Íslandi

Þegar lögheimili er flutt frá Íslandi falla sjúkratryggingar á Íslandi sjálfkrafa strax niður nema um námsmenn sé að ræða. 

Sjúkratryggingar fylgja búsetu í landinu, ekki kennitölu eða ríkisborgararétti. 

Ef dvöl erlendis er í 6 mánuði eða lengur ber að tilkynna lögheimilisflutning til Þjóðskrár. Sé það ekki gert skal hafa samband við Sjúkratryggingar til að kanna réttindi og til að tryggja að sjúkratryggingaréttindi séu áfram til staðar. 

Hægt er að halda tryggingavernd á Íslandi ef um tímabundið starf er að ræða á vegum vinnuveitanda á Íslandi. Hafa skal samband við Tryggingastofnun. Nánar um réttindi útsendra starfsmanna

Einstaklingar - Sjúkratryggingar við flutning frá Íslandi

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn