Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Sálfræðiþjónusta

Sjúkratryggingar hafa heimild til að greiða niður sálfræðiþjónustu við viss skilyrði.  

  • Einstaklingur þarf að fá tilvísun um þörf á sálfræðiþjónustu. 

  • Einstaklingur þarf að fara til sálfræðings sem er á samning við Sjúkratryggingar.  

Tilvísanir þurfa að vera frá: 

  • Heilsugæslu. Ef barn eða fullorðinn þarf sálfræðiþjónustu vegna kvíðaröskunar eða þunglyndis.  

  • Þverfaglegu greiningarteymi eða barnageðlækni. Ef barn er með alvarlegar geð-, hegðunar og þroskaraskanir.  

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að kynna sér hvaða sálfræðingar hafa heimild samkvæmt rammasamningnum til að sinna börnum með alvarlegar geð-, hegðunar- og þroskaraskanir. 

Þverfagleg greiningarteymi  

  • Geðheilsumiðstöð barna 

  • Barna og unglingageðdeild Landspítala 

  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands 

  • Barnaspítali Hringsins 

  • Sjúkrahúsið á Akureyri 

  • Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins 

Hvað gilda tilvísanir lengi? 

Tilvísunin gildir í 12 mánuði eftir fyrsta meðferðartíma. Það þarf að hafa virka tilvísun til að Sjúkratryggingar greiði niður sálfræðikostnað. 

Hvað er greitt fyrir marga meðferðartíma hjá sálfræðingi? 

  • Börn: Mest 10 tímar. 

  • 18 ára og eldri: Mest 12 tímar.  

Til að koma á móti við vaxandi þörf ungs fólks fyrir sálfræðiþjónustu er áhersla lögð á að þau njóti forgangs að þjónustunni. 

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn