Eftirfarandi bótaflokkar og úrræði tengjast sjúkradagpeningum á einn eða annan hátt
Sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga
Einstaklingar geta fengið greiðslur frá stéttarfélagi og Sjúkratryggingum á sama tíma.
Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt úr sjúkrasjóði.
Félagsmenn geta fengið greitt úr sjúkrasjóði á meðan þeir eru veikir.
Upphæð er hlutfall af launum þeirra.
Fjárhagsaðstoð félagsþjónustu sveitarfélaga
Ef þú hefur ekki réttindi hjá stéttarfélagi þá getur þú farið til félagsþjónustunnar í þínu sveitarfélagi.
Félagsþjónustur vilja oft að umsækjendur sæki fyrst um hjá Sjúkratryggingum en þá gildir eftirfarandi:
Ekki er hægt að staðfesta hvort þú eigir rétt til sjúkradagpeninga nema umsókn og öll gögn berist.
Þó er hægt að staðfesta þegar umsókn hefur borist, sem stundum dugar þeim þar til umsókn er afgreidd.
Endurhæfingarlífeyrir hjá Tryggingastofnun
Réttindi hjá tryggingafélögum
Athuga að stundum er réttur til greiðslna frá tryggingafélögum, til dæmis vegna sjúkdómatryggingar.
Þú mátt fá greiðslur frá tryggingafélagi með sjúkradagpeningum svo þú skalt einnig athuga rétt þinn hjá þeim.
Aðrar greiðslur hjá Tryggingastofnun
Ef maki eða barn eru veik þá skal athuga rétt hjá Tryggingastofnun til maka- og umönnunarbóta eða foreldragreiðslna.
Lífeyrissjóðir
Sjúkradagpeningar mega greiðast samhliða örorku- og endurhæfingarlífeyri frá lífeyrissjóðum
Bætur til þolenda afbrota