Sjúkratryggingar greiða sjúkradagpeninga til móður í 10 daga eftir fæðingu í heimahúsi.
Hvernig er ferlið?
Þú biður ljósmóður um vottorð um heimafæðingu.
Þú sækir um rafrænt á umsóknarhnappi hér fyrir ofan.
Þú hleður upp vottorðinu í umsókninni. Það nægir að það sé skýr mynd af vottorðinu.
Umsóknir eru almennt afgreiddar á 4 til 6 vikum.
Greiddir eru fullir dagpeningar í 10 daga.
Barnaviðbót er greidd fyrir börn undir 18 ára aldri á framfæri móður.
Athugið að sjúkradagpeningar eru skattskyldir. Ef nýta á persónuafslátt þarf að skrá nýtingu skattkorts undir Skrá persónuafslátt. Starfsfólk Sjúkratrygginga má ekki skrá skattkort fyrir einstaklinga.
Hverjir geta fengið sjúkradagpeninga vegna heimafæðingar?
Einstaklingar sem hafa fætt barn í heimafæðingu.
Einstaklingar sem hafa verið sjúkratryggðir á Íslandi.
Einstaklingar sem eru eldri en 16 ára.
Einstaklingar sem hafa eru með lögheimili á Íslandi.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar