Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkradagpeningar

Umsókn um sjúkradagpeninga

Sjúkradagpeningar vegna áfengis- og vímuefnameðferðar

Sjúkratryggingar mega greiða hálfa sjúkradagpeninga til einstaklings í áfengis- eða vímuefnameðferð. 

  • Sjúkradagpeningarnir eru einungis greiddir meðan umsækjandi er inniliggjandi eða á dagdeild. 

  • Ekki er greitt fyrir göngudeildarmeðferð.  

  • Sjúkradagpeningar eru einungis greiddir til einstaklinga í viðurkenndri áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. Ekki er greitt fyrir meðferðir erlendis.   

Sjúkradagpeningar vegna veikinda 

Ef þú átt rétt á sjúkradagpeningum vegna veikinda þá er betra fyrir þig að sækja um þá.  

Af hverju? 

  • Þú gætir fengið hærri upphæð greidda.

  • Tímabilið sem þú færð greitt getur verið lengra. 

  • Þú getur sótt um að framlengja tímabilinu. 

Hvernig er ferlið? 

  • Þú biður meðferðarstofnunina um að fá sjúkradagpeningavottorð.  

  • Þú sækir um.  

  • Þú hleður upp vottorðinu í umsókninni. Það nægir að það sé skýr mynd af vottorðinu. 

  • Umsóknir eru almennt afgreiddar á 4 til 6 vikum.  

  • Sjúkratryggingar greiða hálfa dagpeninga frá 15. degi sem einstaklingur er inniliggjandi og í dagvist.  

  • Barnaviðbót er greidd fyrir börn undir 18 ára aldri á framfæri umsækjanda. 

Athugið að sjúkradagpeningar eru skattskyldir. Ef nýta á persónuafslátt þarf að skrá nýtingu skattkorts undir skrá persónuafslátt. Starfsfólk Sjúkratrygginga má ekki skrá skattkort fyrir einstaklinga. 

Hverjir geta fengið sjúkradagpeninga vegna meðferðar? 

  • Þeir sem hafa verið í viðurkenndri áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. 

  • Þeir sem hafa verið sjúkratryggðir á Íslandi. 

  • Þeir sem eru eldri en 16 ára.  

  • Þeir sem hafa eru með lögheimili á Íslandi.  

Á meðan þú ert á sjúkradagpeningum þá máttu ekki fá: 

  • Laun frá vinnuveitanda. 

  • Greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. 

  • Greiðslur frá Vinnumálastofnun. 

  • Greiðslur slysadagpeninga. 

  • Fullar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. 

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn 

Umsókn um sjúkradagpeninga

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar