Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Evrópska sjúkratryggingakortið

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

Kortið staðfestir rétt korthafa til heilbrigðisþjónustu, hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera, sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur í EES-landi og Sviss.

Korthafi á rétt á allri heilbrigðisþjónustu sem telst nauðsynleg í því skyni að gera honum kleift að ljúka dvöl sinni á öruggan hátt. Er þá átt við meðal annars læknishjálp og lyf. Ef einstaklingur er með evrópska sjúkratryggingakortið á viðkomandi ekki að þurfa að snúa aftur til heimalands síns fyrr en áætlað var til þess að fá nauðsynlega meðferð. Hér er þó ekki átt við þá aðila sem myndu teljast búsettir í viðkomandi landi.

Læknir í dvalarlandi metur heilsufar og nauðsynlega meðferð. Þegar komið er á heilsugæslustöð, sjúkrahús eða apótek þarf að framvísa ES-kortinu ásamt vegabréfi.

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið