Fara beint í efnið

Evrópska sjúkratryggingakortið

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

Evrópska sjúkratryggingakortið veitir korthafa rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES löndum og Sviss. Korthafi greiðir þá sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustuna og þeir sem eru tryggðir í almannatryggingakerfi viðkomandi lands. Kortið gildir aðeins hjá opinberum heilbrigðisþjónustuveitendum, ekki á einkastofum.

Dæmi:

  • Ef manneskja þarfnast innlagnar á sjúkrahús innan EES meðan á ferðalagi erlendis stendur og framvísar EES þá er eingöngu sjúklingshlutinn greiddur.

  • Ef einstaklingur framvísar ekki evrópska sjúkratryggingakorti þá getur ein nótt á sjúkrahúsi erlendis kostað yfir 300.000 kr. sem viðkomandi þarf þá að greiða. Hann getur svo sótt um greiðsluþátttöku þegar heim er komið.

Kortið gildir almennt í þrjú ár í senn en fimm ár fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Sækja má um nýtt kort þegar 6 mánuður eru eftir að gildistíma núgildandi korts.

Glatast kortið innan gildistímans má sækja um rafrænt evrópskt sjúkratryggingakort sem gildir í 3 mánuði. Sótt er um í Réttindagátt Sjúkratrygginga.

Réttindi

Hverjir eiga rétt á evrópska sjúkratryggingakorti?

  • Ríkisborgarar EES landa, Sviss og Bretlandi sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi

  • Makar og börn ríkisborgara EES landi, Sviss og Bretlandi sem eru búsettir og sjúkratryggðir hér á landi

Hverjir eiga ekki rétt á evrópska sjúkratryggingakorti?

Einstaklingum með ríkisfang utan EES landa, sem eru ekki aðstandendur EES ríkisborgara, er bent á sækja um tryggingayfirlýsingu í Réttindagátt Sjúkratrygginga.

Umsóknarferli

Einstaklingar sækja um kortið í Réttindagátt Sjúkratrygginga, kortið er sent á lögheimili umsækjanda og tekur 5-7 virka daga fyrir kortið að berast.

Gildistími korts

  • evrópska sjúkratryggingakortið gildir almennt í þrjú ár í senn eða fimm ár fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og fæst ekki endurútgefið á gildistíma.

  • Hægt er að sækja um nýtt evrópska sjúkratryggingakort þegar 6 mánuðir eða minna eru eftir af gildistíma.

  • Kortið fellur úr gildi ef korthafi telst ekki lengur sjúkratryggður á Íslandi til dæmis vegna brottflutnings eða vinnu erlendis.

  • Óheimilt er að nota kort sem fallið er úr gildi að viðlagðri ábyrgð.

Rafrænt evrópskt sjúkratryggingakort

Hægt er að sækja um rafrænt evrópskt sjúkratryggingkort í Réttindagátt Sjúkratrygginga.

Einstaklingur þarf að vera með evrópskt sjúkratryggingakort í gildi til að geta sótt um rafrænt evrópskt sjúkratryggingakort.

Gildistími rafræna kortsins er 3 mánuðir.

Rafræn kort eru meðal annars hentug þegar

  • evrópska sjúkratryggingakortið glatast

  • sækja þarf um evrópskst sjúkratryggingakort með stuttum fyrirvara

Fyrirspurnir vegna ES korta skal senda á netfangið es.kort@sjukra.is

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið