Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Evrópska sjúkratryggingakortið

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

Evrópska sjúkratryggingakortið veitir rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-löndum, Bretlandi og Sviss. Korthafi greiðir sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustuna og íbúar landsins.  

Kortið gildir einungis fyrir þjónustu sem er innan opinbera sjúkratryggingakerfis þar sem hún er veitt.  

Dæmi: Þú veikist eða slasast innan EES og þarft að fara á spítala. 

  • Ef þú framvísar Evrópska sjúkratryggingakortinu á ríkisrekinni heilbrigðistofnun greiðir þú sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustu og íbúar landsins. 

  • Ef þú ert ekki með Evrópska sjúkratryggingakortið þá þarftu að greiða allan kostnað. Þú getur samt sótt um greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum þegar þú kemur heim aftur.  

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar