Evrópska sjúkratryggingakortið veitir rétt til heilbrigðisþjónustu í öðrum EES-löndum, Bretlandi og Sviss. Korthafi greiðir sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustuna og íbúar landsins.
Kortið gildir einungis fyrir þjónustu sem er innan opinbera sjúkratryggingakerfis þar sem hún er veitt.
Dæmi: Þú veikist eða slasast innan EES og þarft að fara á spítala.
Ef þú framvísar Evrópska sjúkratryggingakortinu á ríkisrekinni heilbrigðistofnun greiðir þú sama gjald fyrir heilbrigðisþjónustu og íbúar landsins.
Ef þú ert ekki með Evrópska sjúkratryggingakortið þá þarftu að greiða allan kostnað. Þú getur samt sótt um greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum þegar þú kemur heim aftur.
3 ár almennt.
5 ár fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Sækja má um nýtt kort þegar 6 mánuðir eru eftir af gildistíma.
Kortið fellur úr gildi ef þú ert ekki lengur sjúkratryggður á Íslandi.
Það má ekki nota kort sem er fallið úr gildi.
Ef kortið týnist þá er hægt að sækja um bráðabirgðakort sem gildir í 3 mánuði.
Hverjir geta sótt um Evrópska sjúkratryggingakortið á Íslandi?
Ríkisborgarar EES-landa, Bretlands eða Sviss sem eru búsettir og sjúkratryggðir á Íslandi.
Makar og börn ríkisborgara EES-landa, Bretlands og Sviss sem eru búsettir og sjúkratryggðir á Íslandi.
Hverjir eiga ekki rétt á Evrópska sjúkratryggingakortinu?
Einstaklingar með ríkisfang utan EES og eru ekki aðstandandendur EES ríkisborgara. Til þess að teljast aðstandandi EES ríkisborgara þurfa liggja fyrir skráðar upplýsingar hjá Þjóðskrá. Þeir geta sótt um tryggingayfirlýsingu.
Umsókn um Evrópska sjúkratryggingakortið
Kortið er sent á lögheimili þitt.
Það getur tekið 10-14 virka daga fyrir kortið að koma.
Ekki er hægt að sækja um nýtt kort fyrr en 6 mánuðir eru eftir af gildistíma núverandi korts.
Það er samt hægt að sækja um bráðabirgðakort.
Í umsókninni um Evrópska sjúkratryggingakortið er hægt að sækja um bráðabirgðakort.
Bráðabirgðakortið er PDF-skjal.
Mælt er með því að prenta út PDF-skjalið.
Þú færð PDF-skjalið sent strax (birtist í pósthólfinu á Ísland.is) svo þú getur notað það ef þú hefur týnt kortinu sjálfu eða ef þú hefur ekki tíma til að bíða eftir því.
Forsjáraðilar barna geta sótt bráðabirgðakort barns í pósthólfi barnsins (skipt er um notanda efst í hægra horninu).
Austurríki
Belgía
Bretland
Búlgaríu
Danmörk
Eistland
Finnland
Frakkland
Grikkland
Holland
Írland
Ítalía
Króatía
Kýpur (gríska hlutanum)
Lettland
Liechtenstein
Litháen
Lúxemborg
Malta
Noregur
Portúgal
Pólland
Rúmenía
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Sviss
Svíþjóð
Tékkland
Ungverjaland
Þýskaland
Hvað borga ég?
Þegar þú ferð á spítala, heilsugæslu eða heilbrigðisstofnun þarftu að greiða fyrir lækniskostnaðinn og sækja um greiðsluþátttöku þegar heim er komið.
Viðbótartryggingar
Hægt er að fá viðbótatryggingu í ferðalögum hjá tryggingafélögum eða í gegnum greiðslukortið sem ferðin er greidd með.
Slíkar tryggingar greiða bætur fyrir fleira en sjúkratryggingar gera, til dæmis kostnað vegna sjúkraflutnings heim til Íslands.
Tryggingaryfirlýsing fyrir ferðalög utan EES
Sjúkratryggingar gefa út sérstaka tryggingaryfirlýsingu til einstaklinga sem hyggjast ferðast erlendis til landa sem eru utan EES svæðisins. Þar kemur fram að viðkomandi sé tryggður í almannatryggingum á Íslandi og hvað slík trygging felur í sér.
Athugið að þegar viðkomandi framvísar tryggingaryfirlýsingu erlendis þarf hann að greiða fullt verð fyrir þjónustuna en getur sótt um greiðsluþátttöku þegar heim er komið.
Einungis er hægt að sækja um tryggingaryfirlýsingu í mesta lagi 3 mánuði í senn, alls 6 mánuði yfir 12 mánaða tímabil.
Umsókn um tryggingaryfirlýsingu
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn