Fara beint í efnið

Greiðsluþátttökukerfi - hvað þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu?

Greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga sér til þess að einstaklingar greiða ekki meira en ákveðna hámarksfjárhæð í hverjum mánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.

Einstaklingar geta skoðað greiðslustöðu sína í Réttindagátt Sjúkratrygginga.

Samningar Sjúkratrygginga við sérgreinalækna hafa verið lausir frá byrjun árs 2019 og sjúkraþjálfara frá byrjun árs 2020 og því má gera ráð fyrir aukagjaldi/komugjaldi sem telur ekki inn í greiðsluþátttöku

Greiðslur

Hámarksgreiðsla

  • Almennt gjald: 28.162 krónur

  • Aldraðir, öryrkjar og einstaklingar á endurhæfingalífeyri: 18.775 krónur

  • Börn 2-18 ára: 18.775 krónur

  • Börn yngri en 2ja ára: ekkert gjald

  • Börn og ungmenni, 2-19 ára, með umönnunarmat: ekkert gjald

Börn innan sömu fjölskyldu teljast sem eitt barn í greiðsluþátttökukerfinu.

Börn yngri en 18 ára fá þjónustuna gjaldfrjálst ef þau eru með tilvísun. Annars er greitt 30% af gjaldskrá sem telur inn í greiðsluþátttökukerfið. Nánar um tilvísanir vegna þjónustu.

Mánaðarleg greiðsla eftir að hámarksgreiðslu er náð

  • Almennt gjald: 4.694 krónur

  • Aldraðir, öryrkjar og einstaklingar á endurhæfingalífeyri: 3.129 krónur

  • Börn yngri en 18 ára: 3.129 krónur

Ef þú nýtir ekki heilbrigðisþjónustu næstu mánuði þá safnast mánaðarlega gjaldið upp og bætist við næstu greiðslu. Sjá dæmi um útreikning á greiðslu.

Ofgreiðslur og endurgreiðslur

Upplýsingar um greiðslur einstaklinga hjá heilbrigðisþjónustuveitendum berast alla jafna til Sjúkratrygginga daglega. Ef stutt er á milli komu til heilbrigðisþjónustuveitanda eða fleiri en ein koma er sama daginn getur komið upp að þú greiðir of mikið, þar sem greiðslustaða þín hefur ekki verið uppfærð

Greiðsluþátttökukerfið heldur utan um ofgreiðslur og endurreiknar stöðu einstaklings. Endurgreiðsla er lögð inn á bankareikning þinn og tilkynning berst í tölvupósti. Mikilvægt er að vera með rétt skráðar bankaupplýsingar svo hægt sé að endurgreiða. Athugaðu þínar bankaupplýsingar og skráningu á netfangi í Réttindagáttinni.

Ef reikning vantar í Réttindagáttina skaltu hafa samband við heilbrigðisþjónustuveitanda þar sem reikningur hefur þá ekki skilað sér til Sjúkratrygginga.