Greiðsluþátttökukerfi lyfja
Hluturinn sem einstaklingur greiðir fyrir lyf minnkar eftir því hversu mikið hann hefur greitt fyrir lyf á hverju 12 mánaða tímabili. Greiðsluþátttökuþrepin sem lækka kostnað einstaklingsins eru fjögur. Einungis lyf með greiðsluþátttöku teljast með í útreikningi greiðsluþátttökuþrepa.
Tólf mánaða greiðslutímabil byrjar við fyrstu lyfjakaup eftir að fyrra tólf mánaða tímabili lýkur.
Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga miðast við lægsta hámarksverð samheitalyfja. Ef dýrara lyf er valið þá greiðir einstaklingur mismuninn. Sá kostnaður fellur ekki undir greiðsluþrep. Hægt er að sjá lyfjaverð inni á lyf.is
Lyfjastofnun ákveður hvaða lyf Sjúkratryggingar niðurgreiða.
Dæmi: Ef einstaklingur kaupir lyf í fyrsta skipti 10. apríl 2024 þá endar það 12 mánaða tímabil 9. apríl 2025. Ef hann kaupir næst lyf með greiðsluþátttöku 20. maí 2025 þá hefst nýtt 12 mánaða tímabil sem endar 19. maí 2026.
Vinnureglur fyrir lyfjaskírteini
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar