Endurgreiðsla vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar
Ef þú ert með tekjur undir ákveðnum mörkum og hefur orðið fyrir miklum útgjöldum vegna lyfjakaupa, læknishjálpar, sjúkra-, iðju- eða talþjálfunar getur þú mögulega átt rétt á endurgreiðslu á hluta af kostnaðinum.
Hverjir eiga rétt á endurgreiðslu?
Einstaklingar eða fjölskyldur sem eru sjúkratryggð á Íslandi,
sem hafa þurft að leggja mikið út fyrir lyfjum, læknishjálp eða þjálfun.
Athugið að ekki er endurgreitt vegna tannlækninga.
Fjárhæð
Fjárhæðir endurgreiðslnanna miðast við útlagðan kostnað umsækjanda og tekjur viðkomandi. Einhleypingur eða fjölskylda greiðir kostnað sem miðast við 0,7% af tekjum en fær endurgreitt hlutfall af útgjöldum umfram kostnaðinn. Sjá nánar um tekjuviðmið og útreikninga á endurgreiðslum.
Hvernig sæki ég um?
Sótt er um á eyðublaði, fylla má það út í tölvu og skila í gegnum Mínar síður TR,
þú mátt má líka fylla út umsókn á pappír í þjónustumiðstöðinni að Hlíðasmára 11 í Kópavogi eða
kíkja til umboðsmanna TR hjá sýslumönnum um land allt og fylla út umsókn þar.
Fylgigögn
Engum fylgigögnum þarf að skila með umsókninni.
Vinnslutími umsókna
Endurgreiðslur geta tekið mislangan tíma því TR þarf að sækja upplýsingar til Sjúkratrygginga Íslands en að jafnaði er miðað við að vinnslutími taki ekki lengri tíma en átta vikur.
Endurgreiðsla vegna lyfja- og lækniskostnaðar - algengar spurningar
Þjónustuaðili
TryggingastofnunÁbyrgðaraðili
Tryggingastofnun