Endurgreiðsla vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar
Fjárhæðir og tekjuviðmið
Fjárhæðir endurgreiðslnanna miðast við útlagðan kostnað umsækjanda og tekjur viðkomandi. Einhleypingur eða fjölskylda greiðir kostnað sem miðast við 0,7% af tekjum en fær endurgreitt hlutfall af útgjöldum umfram kostnaðinn.
Viðmiðunartekjur einhleypings síðasta almanaksárs | Kostnaður - þrír mánuðir | Endurgreiðsla útgjalda umfram kostnað |
|---|---|---|
2.100.000 kr. og lægri | 0,7% af tekjum | 90% |
2.100.000-2.800.000 kr. | 0,7% af tekjum | 75% |
2.800.000-4.000.000 kr. | 0,7% af tekjum | 60% |
Viðmiðunartekjur fjölskyldu* síðasta almanaksárs | Kostnaður - þrír mánuðir | Endurgreiðsla útgjalda umfram kostnað |
|---|---|---|
3.150.000 kr. og lægri | 0,7% af tekjum | 90% |
3.150.000-4.500.000 kr. | 0,7% af tekjum | 75% |
4.500.000-6.400.000 kr. | 0,7% af tekjum | 60% |
*Fyrir hvert barn yngra en 18 ára dragast 465.000 kr. frá árstekjum.
Hlutfall endurgreiðslu lækkar með hækkandi tekjum. Þegar viðmiðunartekjur eru yfir 4.000.000 hjá einhleypingi og 6.400.000 kr. hjá fjölskyldu fellur niður réttur til endurgreiðslu.
Endurgreiðsla vegna lyfja- og lækniskostnaðar - algengar spurningar
Þjónustuaðili
TryggingastofnunÁbyrgðaraðili
Tryggingastofnun