Úrræði vegna lyfjaútgjalda
Endurgreiðsla vegna mikilla útgjalda
Einstaklingar sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja eða þjálfunar og eru tekjulágir geta átt rétt á endurgreiðslu á hluta kostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Frekari upplýsingar á vef TR.
Greiðsludreifing
Einstaklingar sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfjakostnaðar geta dreift greiðslum.
Kostnaðardreifingin er einstaklingum að kostnaðarlausu.
Einstaklingur gerir samning um greiðsludreifingu við lyfsala.
Samningur um greiðsludreifingu gildir um lyf sem eru með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.
Hægt er að dreifa á 2-3 greiðslur í byrjun 12 mánaða greiðslutímabils (það er lyfjakostnaði sem greiddur er áður en til þátttöku Sjúkratrygginga kemur sbr. Viðmiðunarfjárhæðirnar: 16.050 krónur fyrir börn, ungmenni, aldraða og öryrkja og 24.075 krónur fyrir aðra sjúkratryggða).
Greiðslur:
Kostnaði umfram 8.000 krónur er hægt að skipta á tvær greiðslur.
Kostnaði umfram 15.000 krónur er hægt að skipta á þrjár greiðslur.
Lágmarksgreiðsla er aldrei lægri en 4.000 krónur.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar