Þegar einstaklingur flytur lögheimili sitt til Íslands þá þarf hann almennt að bíða í 6 mánuði áður en hann verður sjúkratryggður á Íslandi.
Þegar einstaklingur er ekki sjúkratryggður þá þarf hann að greiða fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu. Hægt er að kaupa einkatryggingu hjá tryggingafélögum.
Senda skal inn umsókn um sjúkratryggingu degi eftir að Þjóðskrá hefur skráð nýtt lögheimili.
Ef einstaklingur kemur frá Norðurlöndunum
Til að flýta fyrir afgreiðslu bendum við á að skila inn afriti (framhlið og bakhlið) af gildu Evrópsku sjúkratryggingakorti með umsókn.
Ef einstaklingur kemur frá EES-landi, Grænlandi, Færeyjum, Bretlandi eða Sviss
Einstaklingar sem voru tryggðir í almannatryggingakerfinu í þeim löndum geta fengið sjúkratryggingar fyrr. Ekki er nóg að hafa verið með einkatryggingar.
Makar og börn
Skráður maki og börn (yngri en 18 ára) einstaklings sem er með ríkisfang innan EES og sjúkratryggður á Íslandi geta átt rétt á sjúkratryggingu án 6 mánaða biðtíma.
Námsmenn
Námsmenn sem flytja lögheimili sitt aftur til Íslands innan 6 mánaða frá námslokum geta skilað inn staðfestingu á námi ásamt því að sækja um sjúkratryggingu. Þeir verða tryggðir frá og með þeim degi þegar lögheimili er skráð. Þegar meira en 6 mánuðir eru liðnir frá námslokum þarf að sækja um sjúkratryggingu og fara á 6 mánaða biðtíma.
Ef einstaklingur flytur aftur til Íslands frá Norðurlandi (Danmörk, Noregur, Svíþjóð eða Finnland) og það er minna en 12 mánuðir síðan hann flutti þangað. Einstaklingurinn verður sjálfkrafa sjúkratryggður þegar lögheimili er skráð á Íslandi.
Einstaklingur verður sjálfkrafa sjúkratryggður 6 mánuðum eftir að lögheimili var skráð á Íslandi ef að:
Flutt er til Íslands frá landi utan EES.
Einstaklingur var ekki með sjúkratryggingu í fyrra dvalarlandi eða var aðeins með einkatryggingu.
Einstaklingur er ríkisborgari lands utan EES.
Sjúkratryggingum er heimilt að gera undanþágur áður en einstaklingur verður sjúkratryggður ef að:
Nauðsynleg þjónusta vegna skyndilegs sjúkdóms.
Íslensk sóttvarnaryfirvöld krefjast þess að einstaklingur fari í skoðun og/eða rannsókn vegna gruns eða staðfestingar um að einstaklingur sé smitaður af alvarlegum smitsjúkdómi sem þarf að hefja meðferð á strax.
Um er að ræða nýrnasjúkling sem þarfnast reglulega meðferðar í nýrnavél.
Um er að ræða sjúkling sem þarfnast súrefnis.
Einstaklingur sem hefur búið á Íslandi í meira en 20 ár og á nána ættingja á Íslandi og er með lífshættulegan sjúkdóm.
Barn yngra en 20 ára með lífshættulegan sjúkdóm sem flytur til Íslands með foreldri sem hefur búið á Íslandi í meira en 20 ár.
Sjúkratryggingar geta veitt undanþágu frá biðtíma fyrir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu til þeirra sem þurfa að flýja heimaland vegna stríðs eða náttúruhamfara.
Ef einstaklingur telur eitthvað af þessu eiga við sig skal hann senda inn umsókn um sjúkratryggingu ásamt læknisvottorði sem rökstyður undanþáguna.
Athugið að það getur tekið tíma að fá fyrri réttindi staðfest en þegar staðfesting er komin verður einstaklingur tryggður frá þeim degi sem hann er skráður í þjóðskrá.
Umsækjandi er ekki sjúkratryggður meðan beðið er eftir niðurstöðu umsóknar.
Ef umsækjandi þarf læknisþjónustu á þeim tíma getur hann:
Notað Evrópska sjúkratryggingakortið frá fyrra búsetulandi ef hann hefur það. Þá greiðir hann það sama fyrir læknaþjónustu og sjúkratryggðir.
Greitt fullan kostnað og sótt um greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum þegar búið er að samþykkja sjúkratryggingu. Þá þarf að senda inn umsókn um endurgreiðslu ásamt reikningum og greiðslustaðfestingu í gegnum Gagnaskil einstaklinga - Lækniskostnaður innanlands
Einstaklingar sem flytja til Íslands þurfa að sækja um sjúkratryggingu.
Fylla þarf út umsókn um skráningu í tryggingaskrá og skila inn til Sjúkratrygginga ef flutningur er innan EES-landa.
Almennt verða einstaklingar sjúkratryggðir 6 mánuðum eftir að þeir hafa skráð búsetu sína hér á landi samkvæmt Þjóðskrá.
Einstaklingar sem flytja frá EES-löndum, Bretlandi eða Sviss geta flutt með sér tryggingaréttindi ef þeir voru tryggðir í landinu sem þeir koma frá.
Taka þarf fram í umsókn að einstaklingur hafi verið tryggður.
Sjúkratryggingar hafa samband við tryggingarstofnunina í landinu sem komið er frá.
Þegar svar berst frá þeirri stofnun um tryggingaréttindi einstaklingsins er tekin ákvörðun hvort einstaklingurinn verði tryggður hjá Sjúkratryggingum.
Ríkisborgarar EES-lands, Bretlands eða Sviss sem eru sendir tímabundið til Íslands af vinnuveitanda eða eru sjálfstætt starfandi geta verið áfram tryggðir í almannatryggingum landsins sem þeir koma frá.
Einstaklingarnir þurfa að sækja um S1- og A1-vottorð í landinu sem þeir koma frá og skila því til Sjúkratrygginga.
A1-vottorð staðfestir að einstaklingurinn sé tryggður í almannatryggingum útgáfulandsins.
S1-vottorð staðfestir að einstaklingurinn sé sjúkratryggður í útgáfulandinu.
S1-vottorðið er einnig beiðni um að einstaklingurinn verði sjúkratryggður á Íslandi á kostnað útgáfulandsins.
Þegar S1-vottorðið hefur verið skráð er einstaklingurinn með sama rétt og aðrir sjúkratryggðir á Íslandi.
Sjúkratryggingar geta óskað eftir S1 vottorði frá fyrra búsetulandi fyrir einstaklinga. Hafa þarf samband við alþjóðamál Sjúkratrygginga og leggja inn beiðni um að það sé gert.
Á meðan einstaklingur er ekki skráður þá getur hann notað Evrópska sjúkratryggingarkortið ef hann hefur það.
Ólíkar reglur gilda um atvinnu- og dvalarleyfi eftir því hvort fólk kemur frá ríkjum innan eða utan EES. Útlendingastofnun sér um útgáfu atvinnu- og dvalarleyfa.
Með undirritun sinni á umsókn staðfestir umsækjandi að upplýsingar sem þar eru skráðar séu réttar. Um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við meðferð málsins er farið eftir ákvæðum 50. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, ákvæðum laga um nr. 90/2018 persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og eftir lögum nr. 97/1997 um réttindi sjúklinga, þegar við á. Farið er með allar upplýsingar sem tengjast umsókninni sem trúnaðarmál.
Við vinnslu persónuupplýsinga eru gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi gagnanna.
Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Sjúkratryggingum og persónuvernd er að finna í persónuverndarstefnu Sjúkratrygginga.
Söfnun upplýsinga:
Sjúkratryggingar munu við vinnslu umsóknar um sjúkratryggingu afla upplýsinga, ef það er talið nauðsynlegt, frá eftirfarandi stofnunum:
Vinnumálastofnun:
Upplýsingar um atvinnuleysisbætur
Upplýsingar um atvinnuleysisbætur erlendis (U2 vottorð)
Upplýsingar um brottför frá öðru landi til Íslands: Réttur til atvinnuleysisbóta (U1-vottorð)
Skattinum:
Upplýsingar um skattgreiðslur (mánuðir/ár)
Nafn atvinnurekanda
Tryggingastofnun ríkisins:
Upplýsingar um örorkumat (stöðu)
Upplýsingar um greiðslur vegna ellilífeyris
Upplýsingar um greiðslur vegna örorku (stöðu)
Þjóðskrá Íslands:
Upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang
Upplýsingar um börn og maka
Upplýsingar um síðasta búsetuland
Upplýsingar um hvenær viðkomandi var skráður í landið
Annað:
Í einstaka tilvikum getur verið nauðsynlegt að afla upplýsinga frá sjúkratryggingastofnun í fyrra búsetulandi um tryggingatímabil frá fyrra tryggingalandi (EES ríki).
Söfnun upplýsinganna byggir á 3. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og 3. gr. laga nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands.
Miðlun upplýsinga
Sjúkratryggingar munu miðla upplýsingum um niðurstöðu máls, það er upplýsingum um hvort umsækjandi sé sjúkratryggður eða ekki, til veitenda heilbrigðisþjónustu Tryggingastofnunar ríkisins og annarra stofnana.
Nánar um umsóknarferlið
Ef ekki reynist unnt að taka ákvörðun um réttindi, bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum sem rekja má til umsækjanda er sjúkratryggingastofnuninni heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu bóta þar til úr því er bætt. Stofnunin skal tafarlaust gera viðkomandi viðvart ef til frestunar kemur og skora á hann að veita nauðsynlegar upplýsingar.
Persónuverndarskilmálar Sjúkratrygginga.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
Sjúkratrygging

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar