Fyrir fram ákveðin læknismeðferð erlendis
Einstaklingar sem ætla að fara erlendis í læknismeðferð þurfa að fara yfir:
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla?
Hvaða gögnum þarf að skila?
Ef einstaklingur þarf að fara í læknismeðferð sem er ekki hægt að fá á Íslandi. Læknir sækir um að Sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði og staðfestir nauðsyn meðferðar miðað við líklega framvindu sjúkdóms. Einstaklingar geta sótt um sjálfir en þá þurfa öll gögn frá læknum að vera tiltæk. Það þarf alltaf að sækja um og fá samþykki áður en farið er í meðferð. Ef umsóknin er samþykkt þá greiða Sjúkratryggingar:
Meðferðarkostnað.
Ferðakostnað.
Uppihaldskostnað.
Fylgdarkostnað (ef læknir segir að fylgd sé nauðsynleg).
Skilyrðin eru eftirfarandi:
Mjög nauðsynlegt er að einstaklingurinn fái læknismeðferðina.
Læknismeðferðin er ekki í boði á Íslandi.
Læknismeðferðin er viðurkennd.
Sérfræðihópur hjá Sjúkratryggingum metur hvort skilyrði séu uppfyllt. Nefndin fundar einu sinni í mánuði og mikilvægt er að allar upplýsingar og gögn fylgja með umsókn svo að nefndin geti tekið ákvörðun um hana. Sjúklingur velur Icelandair og hefur samband við flugfélögin sem óska eftir greiðsluábyrgð til Sjúkratrygginga Hægt er að sækja um dagpeninga einnig. Óskað er eftir frekari gögnum ef þörf er á. Sjúkratryggingar geta ákveðið að sérgreinalæknir sem starfar erlendis veiti sjúklingi meðferðina á sjúkrahúsi á Íslandi.
Ef einstaklingur þarf að fara í læknismeðferð sem of löng bið er eftir á Íslandi. Læknir sækir um að Sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði og staðfestir bið og nauðsyn miðað við líklega framvindu sjúkdóms. Einstaklingar geta sótt um sjálfir en þá þurfa öll gögn frá læknum að vera tiltæk. Það þarf alltaf að sækja um og fá samþykki áður en farið er í meðferð. Ef umsóknin er samþykkt þá greiða Sjúkratryggingar:
Meðferðarkostnað.
Ferðakostnað.
Uppihaldskostnað.
Sérfræðihópur hjá Sjúkratryggingum metur hvort skilyrði séu uppfyllt. Nefndin fundar einu sinni í mánuði og mikilvægt er að allar upplýsingar og gögn fylgja með umsókn svo að nefndin geti tekið ákvörðun um hana. Sjúklingur velur Icelandair og hefur samband við flugfélagið sem óskar eftir greiðsluábyrgð til Sjúkratrygginga.
Viðmiðunarmörk um biðtíma:
Samband við heilsugæslustöð: samdægurs.
Viðtal við heilsugæslulækni: innan 5 daga.
Skoðun hjá sérfræðingi: innan 30 daga.
Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi: innan 90 daga frá greiningu.
Biðtími er frá því að einstaklingur hefur samband við heilbrigðisþjónustu út af einkennum eða frá því að þörf fyrir þjónustu er greind. Þessi tímamörk eiga ekki við þegar um bráðaþjónustu eða greining og meðferð á illkynja sjúkdóm.
Það þarf að tryggja að eftirfarandi liggi fyrir:
Nákvæmar upplýsingar um bið eftir aðgerð eða meðferð á þeim stofnunum eða stofum á Íslandi sem framkvæma þjónustuna.
Vottorð sérfræðilæknis með ítarlegum rökstuðningi af hverju einstaklingurinn getur ekki beðið eftir aðgerð eða meðferð.
Læknir sem sendir inn umsókn þarf að rökstyðja að stofnunin erlendis og meðferðin sé viðurkennd og greitt af almannatryggingum þess lands.
Meðferðarkostnaður er greiddur.
Ferðakostnaður, uppihaldskostnaður og mögulegur fylgdarmannskostnaður er greiddur.
Sjúkratryggingar greiða fargjald sjúklings frá Íslandi og til baka aftur. Einnig er endurgreitt fargjald innanlands samkvæmt sérstökum reglum um ferðakostnað innanlands.
Ef sjúklingur er yngri en 18 ára er heimilt að greiða ferðastyrk fyrir báða foreldra eða tvo nánustu aðstandendur.
Sjúkratryggingar greiða dagpeninga vegna nauðsynlegs uppihaldskostnaðar sjúklings utan sjúkrastofnunar og uppihaldskostnaðar fylgdarmanns eða fylgdarmanna. Ef um börn er að ræða greiða Sjúkratryggingar dagpeninga að fullu til annars foreldris en að hálfu til hins. Börn yngri en 4 ára fá fjórðung af dagpeningum en þau sem eru á aldrinum 4 til 11 ára fá hálfa dagpeninga.
Sjúkratryggingar greiða eingöngu uppihaldsdagpeninga þá daga sem er læknisfræðilega nauðsynlegt að dvelja erlendis, ekki er heimild til að greiða umframdaga eða þegar einstaklingur velur að vera lengur til að fá þjónustu sem hægt er fá á Íslandi.
Heimilt er að taka þátt í kostnaði vegna tæknifrjóvgunar para ef ekki er hægt að veita fullnægjandi meðferð hér á landi. Pör taka þátt í kostnaði við meðferð á sama hátt og ef tæknifrjóvgun hefði farið fram á Íslandi. Greiddir eru fullir dagpeningar vegna samþykktrar tæknifrjóvgunarmeðferðir fyrir annan makann en hálfir fyrir hinn ef læknisfræðileg rök eru fyrir hendi á meðan dvalið er utan sjúkrahúss.
Ef valin er meðferð á öðrum og dýrari stað en samþykkt var greiða Sjúkratryggingar eingöngu þann kostnað sem henni hefði borið að greiða fyrir sambærilega þjónustu á ódýrari staðnum.
Ef aðstæður eru þannig að heilbrigðisstarfsmaður þarf að fylgja sjúklingi greiða Sjúkratryggingar Íslands ferðastyrk til hans.
Ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt þá geta sjúkratryggðir einstaklingar nýtt sér heilbrigðisþjónustu í EES-löndum, Bretlandi og Sviss frekar en á Íslandi.
Skilyrði:
Sambærileg þjónusta þarf að vera niðurgreidd af Sjúkratryggingum á Íslandi.
Sjúkratryggingar greiða þá sömu upphæð og þjónustan kostar á Íslandi.
Sjúkratryggingar greiða ekki ferðakostnað, uppihaldskostnað eða fylgdamannakostnað.
Það þarf að sækja um samþykki frá Sjúkratryggingum fyrir fram ef:
Þegar meðferð krefst innlagnar á sjúkrahús í að minnsta kosti einn sólahring.
Þegar meðferð felur í sér sérstaka áhættu fyrir sjúkling.
Þegar tilefni er til að efast um gæði þjónustunnar sem sótt er um.
Sjúkratryggingar afgreiða umsóknir eins fljótt og hægt er. Ef um sjaldgæfan sjúkdóm er að ræða þá geta Sjúkratryggingar farið fram á mat sérfræðings.
Gagnaskil - mikilvægt að lesa
Þegar sótt er um greiðsluþátttöku þurfa eftirfarandi gögn að berast Sjúkratryggingum:
Umsókn um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði.
Sundurliðaður, númeraður viðurkenndur reikningur úr bókhaldskerfi þjónustuaðila.
Greiðslustaðfesting.
Læknabréf (á sérstaklega við þegar um innlagnir er að ræða).
Sjúkratryggingar hafa heimild til að óska eftir frekari gögnum ef þörf krefur
Sjúkratryggingar mæla með að ávallt sé óskað eftir að fá öll gögn á ensku þar sem stofnunin getur krafist þess að málsgögn séu þýdd af löggiltum þýðanda og sá kostnaður greiðist ekki af Sjúkratryggingum.
Senda umsóknir ásamt gögnum með öruggum gagnaskilum í gegnum Gagnaskil einstaklinga eða Gagnagátt meðferðarlæknis.
Koma með umsókn og gögn í þjónustuver okkar. Hægt er að fá þar aðstoð við að útfylla umsókn.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
