Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Slysatrygging – umsókn um bætur vegna slyss

Tilkynning um slys

Ferli umsóknar fyrir slysabætur

Einstaklingar sem lenda í bótaskyldu slysi geta átt rétt á slysabótum frá Sjúkratryggingum.

Slysabætur eru greiddar þeim sem uppfylla eftirfarandi:

  1. Einstaklingur lendir í óvæntu slysi.

  2. Einstaklingur er slysatryggður.

  3. Slysið er bótaskylt samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga.

  4. Slysið er tilkynnt tímanlega.

Réttur á slysabótum

Slysabætur eru greiddar þeim sem uppfylla eftirfarandi:

  1. Einstaklingur lenti í óvæntu slysi.

  2. Einstaklingur er slysatryggður

  3. Slysið er bótaskylt samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga.

  4. Slysið er tilkynnt tímanlega.

Sjúkrakostnaður er ekki endurgreiddur ef hann var greiddur af sjúkrasjóði, tryggingafélagi eða öðrum aðila.

Ef sótt er um endurgreiðslu með röngum upplýsingum er hægt að krefja umsækjanda um endurgreiðslu með dráttarvöxtum.

Hvað borga slysabætur?

Ef slysið er bótaskylt er tekin afstaða til eftirfarandi bótaflokka:

  • Útlagður kostnaður vegna sjúkrahjálpar.

  • Slysadagpeninga vegna óvinnufærni.

  • Eingreiðslu örorku- eða miskabóta vegna varanlegs líkamstjóns

  • Dánarbætur vegna banaslysa

Aðrar bætur en bætur vegna varanlegs líkamstjóns greiðast 2 ár aftur í tímann frá því að öll nauðsynleg gögn, til að taka ákvörðun, bárust Sjúkratryggingum.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um slysadagpening inn á síðunni Gjaldskrár og bótafjárhæðir.

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Tilkynning um slys

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar