Ferli umsóknar fyrir slysabætur
Einstaklingar sem lenda í bótaskyldu slysi geta átt rétt á slysabótum frá Sjúkratryggingum.
Slysabætur eru greiddar þeim sem uppfylla eftirfarandi:
Einstaklingur lendir í óvæntu slysi.
Einstaklingur er slysatryggður.
Slysið er bótaskylt samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga.
Slysið er tilkynnt tímanlega.
Slysabætur geta verið:
Fyrir útlögðum kostnaði vegna sjúkrahjálpar.
Slysadagpeningar vegna óvinnufærni.
Eingreiðsla örorku- eða miskabóta vegna varanlegs líkamstjóns
Dánarbætur vegna banaslyss
Aðrar bætur en bætur vegna varanlegs líkamstjóns greiðast tvö ár aftur í tíma frá því öll gögn bárust Sjúkratryggingum.
Slysadagpeningar greiðast einnig ef slysið leiddi til þess að viðkomandi varð ófær um að vinna.
Ef vinnuveitandi greiðir laun í slysaforföllum þá fer greiðslan til vinnuveitanda
Ef vinnuveitandi greiðir ekki laun í slysaforföllum þá fær sá sem slasaðist slysadagpeningana greidda
1. Fá nauðsynleg gögn
Áverkavottorð
Vottorðið þarf að vera frá þeim lækni eða heilbrigðisstarfsmanni sem fyrst var leitað til eftir slysið. Í því þurfa að koma fram upplýsingar um:
Fyrstu komu vegna slyssins.
Tímabil óvinnufærni.
Framhaldsmeðferð.
Ef farið var til Landspítala er hægt að skila bráðamóttökuskrá í stað áverkavottorðs (hægt að sækja á vefsíðu Landspítala).
Annað
Vegna banaslysa þarf að skila lögregluskýrslu ef hún er til.
Vegna sjóslysa þarf að skila launaseðlum vegna afgreiðslu slysalauna til útgerðar í tengslum við tekjutryggingu sjómanna.
2. Tilkynna slys
Atvinnurekandi eða sá slasaði þarf að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga. Hinn aðilinn fær póst á Ísland.is um að slysið var tilkynnt, skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og samþykkir slysið eins og því er lýst eða gerir athugasemdir.
Einstaklingur hefur 1 ár til að tilkynna slysið en Sjúkratryggingar mega gefa lengri tíma við vissar aðstæður (sjá: Hef ég rétt á slysabótum?).
Ef hinn slasaði er sjálfstætt starfandi eða ef slysið varð við heimilisstörf þá þarf sá slasaði að tilkynna slysið.
Sé um banaslys að ræða getur atvinnurekandi eða aðstandandi hins látna tilkynnt slysið.
3. Sjúkratryggingar fara yfir
Sjúkratryggingar fara yfir umsóknina og nauðsynleg fylgigögn hennar (sjá afgreiðslutími umsókna).
Ef Sjúkratryggingar þurfa ítarlegri gögn þá munu þau hafa samband og biðja um það sem vantar. Þetta getur tafið afgreiðslu umsóknar.
Berist umbeðin gögn ekki innan tilskilins tíma verður málinu frestað og umsækjanda tilkynnt um það.
Sótt er um endurgreiðslu á sjúkrakostnaði þegar slys er tilkynnt. Skila þarf reikningum fyrir sjúkrakostnaðinum.
Það þarf ekki frumrit reikninga.
Ef greiðslumáti kemur ekki fram á reikningi þarf einnig greiðslustaðfestingu.
Það má senda gögn rafrænt.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu sjúkrahjálpar vegna slyss í allt að fimm ár frá slysdegi
Kostnaður sem var greiddur af stéttarfélagi, tryggingarfélagi eða öðrum aðilum er ekki endurgreiddur.
Þegar einstaklingur skrifar undir umsókn hjá Sjúkratryggingum staðfestir hann að allar upplýsingar séu réttar.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Ráðstafanir eru gerðar til að tryggja öryggi allra gagna og þau eru send í gegnum öruggar vefgáttir.
Málsgögn eru varðveitt í öruggu rekstrarumhverfi Sjúkratrygginga.
Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Sjúkratryggingum og persónuvernd er að finna í persónuverndarskilmálum Sjúkratrygginga.
Sjúkratryggingar fá upplýsingar frá eftirfarandi stofnunum:
Vinnumálastofnun: Upplýsingar um tímabil atvinnuleysisbóta og greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.
Skattinum:
Upplýsingar um launagreiðslur/reiknað endurgjald.
Nafn og kennitölu launagreiðanda.
Upplýsingar um hvort heimilistrygging sé í gildi.
Tryggingastofnun:
Upplýsingar um örorku- eða endurhæfingarmat (stöðu).
Upplýsingar um greiðslur sem ekki má greiða samhliða bótum slysatrygginga (stöðu).
Þjóðskrá Íslands:
Upplýsingar um nafn, kennitala og heimilisfang.
Upplýsingar um börn og maka.
Í einstaka tilvikum getur verið nauðsynlegt að afla upplýsinga frá atvinnurekanda, íþróttafélögum eða námsstofnunum um slysið ef þær fást ekki frá þeim sem slasaðist.
Hverjir fá upplýsingar um umsóknina?
Sjúkratryggingar munu deila upplýsingum um niðurstöðu máls til atvinnurekanda, íþróttafélaga eða námsstofnunar.
Aðeins er deilt hvort að umsókn hafi verið samþykkt, neitað eða frestað.
Ástæðan er að umræddir aðilar gætu átt rétt á endurgreiðslu útlagðs kostnaðar og/eða slysadagpeningum ef greidd hafa verið laun í veikindaforföllum vegna slyssins.
Þessir aðilar fá aldrei afhentar heilsufars- eða sjúkraskrárupplýsingar.
Vinnueftirlit ríkisins og Rannsóknarnefnd samgönguslysa geta fengið afrit af umsókn ef þau biðja um afrit.
Tryggingastofnun fær upplýsingar um bótagreiðslur sem ekki greiðast samhliða bótum frá þeim.
Ef vinnuveitandi tilkynnir Sjúkratryggingum um slysið þá er hægt að biðja um upplýsingar um hvaða starfsmaður tilkynnti slysið.
Réttur á slysabótum
Slysabætur eru greiddar þeim sem uppfylla eftirfarandi:
Einstaklingur lenti í óvæntu slysi.
Einstaklingur er slysatryggður
Slysið er bótaskylt samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga.
Slysið er tilkynnt tímanlega.
Sjúkrakostnaður er ekki endurgreiddur ef hann var greiddur af sjúkrasjóði, tryggingafélagi eða öðrum aðila.
Ef sótt er um endurgreiðslu með röngum upplýsingum er hægt að krefja umsækjanda um endurgreiðslu með dráttarvöxtum.
Umsækjandi þarf að hafa lent í óvæntu slysi.
Með óvæntu slysi er átt við atburð sem:
Er skyndilegur og óvæntur.
Veldur meiðslum á líkama.
Gerist án vilja hins slasaða.
Verður ekki rakinn til undirliggjandi sjúkdóma hins slasaða.
Sé frávik frá þeirri atburðarrás sem búast mátti við.
Áhorfandi getur áttað sig á að hafi gerst.
Bótaskyld slys geta verið:
Slys við vinnu.
Slys við iðn- eða verknám.
Slys við björgunarstörf.
Slys við íþróttaiðkun.
Slys við heimilisstörf (ef sótt er um tryggingu á skattframtali).
Slysatrygging á einnig við um atvinnusjúkdóma. Atvinnusjúkdómar eru sjúkdómar sem verða vegna vinnu eða starfsumhverfis.
Bílslys eru ekki bótaskyld.
Vinnuslys
Vinnuslys teljast bótaskyld ef viðkomandi var við vinnu þegar slysið gerðist og fékk greidd laun eða reiknað sér endurgjald vegna vinnunnar. Slasaði telst vera við vinnu ef hann er:
Á vinnustað á vinnutíma (á einnig við um matar- og kaffitíma).
Í sendiferðum samdægurs fyrir vinnustað.
Í ferðum samdægurs milli vinnustaðar og heimilis.
Í lengri ferðum svo lengi sem starfsmaður er á launum í ferðinni.
Sjóslys
Sjóslys eru bótaskyld ef viðkomandi fékk greidd laun vegna vinnu eða reiknaði sér endurgjald vegna vinnunnar.
Slys við heimilisstörf
Slys við heimilisstörf geta verið bótaskyld ef hakað var við trygginguna á viðeigandi skattframtali.
Slysatryggingin gildir frá 1. júní á árinu sem framtali er skilað til 31. maí árið eftir. Ekki er hægt að sækja um slysatryggingu eftir að skattyfirvöld móttaka framtal.
Heimilisstörfin þurfa að hafa verið gerð hér á landi á heimili hins tryggða eða sumarbústað sem hann dvelur í (þar með talið í bílskúrum, geymslum, afmörkuðum garði eða innkeyrslum).
Heimilisstörf sem eru slysatryggð eru meðal annars:
Hefðbundin heimilisstörf eins og matseld og þrif.
Umönnun sjúkra, aldraðra og barna.
Viðhaldsverkefni og viðgerðir.
Hefðbundin garðyrkjustörf.
Slysatrygging á ekki við um slys við daglegar athafnir (klæða sig, baða og borða) og slys á ferðalögum.
Slys við íþróttaiðkun
Slys íþróttafólks eru tryggð ef hinn slasaði er 16 ára eða eldri, tekur þátt í íþróttaiðkun og slasast við æfingar, sýningar eða keppni.
Með íþróttaiðkun er átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá íþróttafélagi innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
Slys við björgunarstörf
Slys við björgunarstörf eru slysatryggð ef hinn slasaði var að vinna við björgun manna úr lífsháska eða vörnum gegn öðru yfirvofandi meiriháttar tjóni.
Slys við iðn- eða verknám
Slys sem verða í verklegum tíma eða við vinnu sem tengist iðnnámi eða öðru námi geta verið bótaskyld ef forsendunni um óvænt slys er fullnægt.
Atvinnusjúkdómar
Sjúkdómar sem orsakast af vinnu eða vinnuumhverfi teljast einnig slysatryggðir þó ekki sé beinlínis um slys að ræða. Sótt er um bætur eins og um slys væri að ræða.
Launþegar eru slysatryggðir ef þeir:
Starfa og fá greidd laun á Íslandi.
Starfa um borð í skipi eða loftfari, íslensku eða gert út af íslenskum aðilum, og fá greidd laun á Íslandi.
Sjálfstætt starfandi eru slysatryggðir ef þeir:
Eru atvinnurekendur í landbúnaði (þá eru makar og 13-17 ára gömul börn þeirra einnig tryggð).
Starfa sjálfstætt í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði.
Útgerðarmenn sem eru líka skipverjar.
Nemendur eru slysatryggðir ef þeir eru í:
Löggiltu iðnnámi.
Starfsnámi í heilbrigðisgreinum eða raunvísindum (verklegu námi við háskóla).
Aðrir sem eru slysatryggðir ef slys er bótaskylt:
Íþróttafólk ef slysið var við íþróttiðkun
Björgunarsveitarfólk ef slysið var við björgun.
Þeir sem slasast við heimilisstörf og merktu í viðeigandi reit á skattframtali.
Að jafnaði ber öll slys að tilkynna innan eins árs. Ef vandkvæðum er háð að fá undirritun atvinnurekanda á tilkynningu má leita aðstoðar lögreglu.
Ef meira en ár er liðið frá slysdegi þar til slys er tilkynnt, en minna en tíu ár, má taka tilkynningu til skoðunar svo lengi sem:
Atvik slyss eru alveg ljós.
Töfin flækir ekki gagnaöflun um atriði sem skipta máli.
Unnt er að meta orsakasamband slyssins og heilsutjóns slasaða.
Hvað borga slysabætur?
Ef slysið er bótaskylt er tekin afstaða til eftirfarandi bótaflokka:
Útlagður kostnaður vegna sjúkrahjálpar.
Slysadagpeninga vegna óvinnufærni.
Eingreiðslu örorku- eða miskabóta vegna varanlegs líkamstjóns
Dánarbætur vegna banaslysa
Aðrar bætur en bætur vegna varanlegs líkamstjóns greiðast 2 ár aftur í tímann frá því að öll nauðsynleg gögn, til að taka ákvörðun, bárust Sjúkratryggingum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um slysadagpening inn á síðunni Gjaldskrár og bótafjárhæðir.
Útlagður kostnaður vegna slyss fæst endurgreiddur. Sækja þarf um endurgreiðslu og greitt er samkvæmt samningum Sjúkratrygginga.
Læknishjálp
Lyf og umbúðir
Tannviðgerðir vegna skaða á heilbrigðum eða vel viðgerðum tönnum. Greiðslur vegna viðgerða lélegri tanna miðast við áætlaðan kostnað ef þær hefðu verið heilbrigðar.
Gervilimir, spelkur, bæklunarskór og sambærileg hjálpartæki vegna beinna afleiðinga slyssins.
Sjúkraflutningur. Fyrst eftir slys sem og síðar ef nauðsyn er á því. Endurteknar ferðir vegna meðferðar eru ekki endurgreiddar.
Sjúkraþjálfun
Ferðakostnaður innanlands. Greitt er fyrir nauðsynlegar ferðir vegna slyss. Ekki er endurgreiddur kostnaður vegna gistingar.
Ef hinn slasaði er óvinnufær vegna slyss í minnst 10 daga þá fær hann greidda slysadagpeninga.
Ef vinnuveitandi greiðir laun í slysaforföllum greiðast slysadagpeningarnir til vinnuveitandans.
Greiða má í allt að 52 vikur vegna hvers slyss. Heimilt er að greiða lengur ef lækningatilraunum er ekki lokið, það sé óvíst hvort um varanlegan miska verði að ræða og líkur eru til að afstýra eða draga úr miska með lengri greiðslu dagpeninga.
Lífeyrisþegar hjá Tryggingastofnun geta lent í skerðingu á lífeyrisgreiðslum vegna greiðslu dagpeninga.
Greiðslur mega að hámarki vera 3/4 af tekjum við þá atvinnu sem bótaþegi hafði við þá atvinnu sem hann stundaði þegar slysið varð. Greitt er frá 8. degi fjarveru frá vinnu.
Viðbót er greidd ef hinn slasaði er með börn á framfæri eða greiðir meðlag.
Á við um slys sem gerðust 2022 og síðar.
Ef hinn slasaði varð fyrir varanlegu líkamstjóni vegna slyssins getur hann óskað eftir mati á varanlegum miska.
Matið er framkvæmt þegar stöðugleika er náð og ekki er að vænta frekari bata.
Miskabætur eru reiknaðar eftir reglum skaðabótalaga og greiðast þær sem eingreiðsla.
Ekki eru greiddar miskabætur nema matið sé 10% eða hærra.
Á við um slys sem gerðust fyrir 2022.
Ef hinn slasaði varð fyrir varanlegu tjóni vegna slyssins getur hann óskað eftir mati á varanlegri læknisfræðilegri örorku.
Matið er framkvæmt þegar stöðugleika er náð og ekki er að vænta frekari bata.
Örorkubæturnar greiðast í eingreiðslu og jafngildir hún hlutfalli af mánaðarlegum örorkulífeyri fyrir tiltekinn fjölda ára.
Hlutfallið byggist á prósentustigi örorkumatsins og árafjöldanum eftir eðli slyssins.
Minna en 10% örorka
Ekki eru greiddar bætur fyrir varanlega læknisfræðilega örorku nema matið sé 10% eða hærra vegna eins eða fleiri bótaskyldra slysa úr slysatryggingum almannatrygginga.
Dánarbætur greiðast ef slys veldur dauða innan 2 ára frá slysdegi.
Ef hinn látni átti maka þá fær maki greidda eingreiðslu annars skiptist greiðsla jafnt á milli barna hins látna ef þau eru á lífi en annars til dánarbús.
Ef hinn látni var með barn á framfærslu sem er 16 ára eða eldra og er að minnsta kosti 33% öryrki þá fær barnið dánarbætur. Upphæð miðast við hversu mikið barnið var á framfærslu hins látna.
Hægt er að sækja um barnalífeyri frá Tryggingastofnun vegna andláts foreldris.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar