Fara beint í efnið

Viðgerðarþjónusta fyrir hjálpartæki á vegum Sjúkratrygginga

Viðgerðir á hjálpartækjum í ábyrgð, eru á ábyrgð seljanda (að jafnaði 2 ár). Ef ábyrgð seljanda er útrunnin er viðgerðarþjónustan í höndum fyrirtækja með samning við Sjúkratryggingar um viðgerðarþjónustu.

Þjónustustaðir

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja á höfuðborgarsvæðinu

Viðgerðarþjónusta hjálpartækja á landsbyggðinni


Skilyrði 

Skilyrði viðgerðarþjónustu eru eftirfarandi:

  • Hjálpartækið er í eigu Sjúkratrygginga Íslands og er skráð á notenda tækis

  • Ekki er greitt fyrir viðgerðir ef hjálpartæki er í ábyrgð sbr. að ofan

  • Viðgerð skal framkvæmd á verkstæði sem er með samning við Sjúkratryggingar Íslands og/eða af viðurkenndum aðilum

  • Hjálpartæki skal sent til viðkomandi þjónustuaðila sem sinnir viðgerðarþjónustu (á tækinu er að finna auðkenningu um söluaðila á límmiða)

  • Fylgja skal með blað sem inniheldur upplýsingar um nafn notanda, kennitölu og lýsingu á vandamálinu sem þarf að gera við

Bæklunarskór

Viðgerðir eru greiddar ef slit á skóm er ótvírætt afleiðing sjúkdómsástands, t.d. hjá einstaklingum með spastískt göngulag vegna heilalægrar lömunar (CP)

Að hámarki er greitt fyrir fjórar viðgerðir á ári á skóm.

Gervilimir

Fyrsta og önnur viðgerð á hverjum gervilim eru greiddar að fullu en síðari viðgerðir eru greiddar 70%.

Spelkur

Fyrsta og önnur viðgerð á hverri spelku eru greiddar að fullu en síðari viðgerðir eru greiddar 70%.


Afgreiðslutími

Boðið er upp á smærri viðgerðir, eins og sprungið dekk á hjólastól, á meðan beðið er. Almennar viðgerðir skulu unnar innan tveggja vinnudaga að því gefnu að varahlutir séu til á landinu.

Bjóða skal að sækja og senda tæki í/úr viðgerð sem notandi getur ekki komið sjálfur með í hefðbundnum fólksbíl. Að sama skapi skal bjóða viðgerð í heimahúsi vegna veggfastra hjálpartækja eða hjálpartækja sem ekki er hentugt að flytja af heimili notenda s.s. sjúkrarúm.

Sjúkratryggingar annast í ákveðnum tilfellum uppsetningu á hjálpartækjum, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun hjálpartækja fyrir notendur eða sjá um að aðrir annist það.


Neyðarþjónusta vegna rafknúinna hjálpartækja

Neyðarþjónusta nær til bilunar í rafknúnum hjálpartækjum, s.s. sjúkrarúmum, lyfturum, rafmagnshjólastólum/rafskutlum, hjálpartækjum/sérbúnaði bifreiða.

Neyðarþjónusta er veitt við ákveðnar alvarlegar aðstæður þegar notandi er ósjálfbjarga í hjálpartæki sínu. Tækið hefur bilað og notandi getur ekki leitað aðstoðar hjá aðstoðarfólki sínu eða sínum nánustu. Dæmi gæti verið: sjúkrarúm sem er fast í efstu stöðu, veggföst lyfta sem bilar eða t.d. notandi er fastur í segli lyftara.

Viðgerðarþjónusta og tímar

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar