Viðgerðarþjónusta fyrir hjálpartæki á vegum Sjúkratrygginga
Hægt er að hringja í Neyðarþjónustuna:
Öryggisaðstoð: Öryggismiðstöð Íslands. Sími: 515 0120.
Mánudaga til Föstudaga frá 17:00 - 00:00
Laugardaga og Sunnudaga frá 9:00 - 00:00
Tækniaðstoð: Fastus. Sími: 580 3940
Föstudaga frá 16:00 - 21:00
Laugardaga og Sunnudaga frá 9:00 - 21:00
Neyðarþjónusta er einungis fyrir alvarlegar aðstæður þegar notandi er ósjálfbjarga í hjálpartæki sínu. Tækið hefur bilað og notandi getur ekki leitað aðstoðar hjá aðstoðarfólki sínu eða sínum nánustu. Öryggis-vörður/verðir kemur/koma á staðinn og aðstoða notanda í slíkum tilfellum.
Neyðaraðstoð felur ekki í sér viðgerð á hjálpartæki.
Dæmi um hvenær á að hringja í neyðarþjónustu:
Sjúkrarúm sem er fast í efstu stöðu.
Veggföst lyfta sem bilar.
Notandi er fastur í segli í lyftara.
Neyðarþjónusta nær til bilunar í rafknúnum hjálpartækjum eins og:
Sjúkrarúmum.
Lyfturum.
Rafmagnhjólastólum.
Rafskutlum.
Sérbúnaði bifreiða.
Ef tækið þitt bilar, athugar þú fyrst hjá seljanda/innflutningsaðila (sjá límmiða á tækinu) hvort tækið sé í ábyrgð (oftast 2. ár frá kaupum) og ber seljenda þá að gera við það. Ef tækið er ekki í ábyrgð, þá sér seljandi um viðgerð, eða vísar þér á aðila sem er með viðgerðarsamning við Sjúkratryggingar (t.d. úti á landi). Listar yfir aðila með viðgerðarsamning við Sjúkratryggingar:
Höfuðborgarsvæðið:
Fastus ehf.
For Motion (Össur Iceland Clinic ehf.)
Icepharma hf.
Mobility ehf.
Rekstrarvörur ehf.
Stoð hf., Stoðtækjasmíði
Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf.
Títus ehf.
Öryggismiðstöð Íslands hf.
Utan höfuðborgarsvæðisins
Vesturland: Rafskaut ehf., Ísafirði
Norðurland: Rafeyri ehf., Akureyri, Húsavík og Þórshöfn
Austurland: Rafey ehf., Egilsstöðum
Suðurland: Geisli ehf., Vestmannaeyjar
Notandi hjálpartækisins þarf að vera skráður fyrir því.
Viðgerð þarf að vera gerð hjá fyrirtæki sem er með viðgerðasamning við Sjúkratryggingar Íslands og/eða af viðurkenndum aðilum. Oftast eru þetta söluaðilar/innflytjendur tækjanna og/eða aðilar á þeirra vegum (sjá lista hér að ofan)
Blað eða límmiði þarf að fylgja með tækinu með upplýsingum um nafn notanda, kennitölu og lýsingu á því sem þarf að laga.
Bæklunarskór
Sjúkratryggingar greiða viðgerð ef slit á skóm er ótvírætt afleiðing sjúkdómsástands, til dæmis hjá einstaklingum með spastískt göngulag vegna heilalægrar lömunar (CP)
Að hámarki er greitt fyrir fjórar viðgerðir á ári á skóm.
Gervilimir
Sjúkratryggingar greiða 100% kostnað við fyrstu tvær viðgerðir á gervilimum.
Eftir þær greiða Sjúkratryggingar 70% af kostnaði og notandi 30%.
Spelkur
Sjúkratryggingar greiða 100% kostnað við fyrstu tvær viðgerðir á spelkum.
Eftir þær greiða Sjúkratryggingar 70% af kostnaði og notandi 30%.
Hvernig kem ég tækinu í viðgerð?
Ef tækið er of stórt fyrir venjulegan fólksbíl þá mun viðgerðaraðili sækja tækið og senda það aftur eftir að lokinni viðgerð..
Ef tækið er veggfest eða stórt (eins og t.d. sjúkrarúm) þá mun viðgerðarmaður koma í heimahús og gera við tækið.
Bað- og salernistæki
Fastus ehf.
Hjúki ehf.
Mobility ehf.
Stoð ehf. stoðtækjasmíði
Stuðlaberg-heilbrigðistækni ehf.
Bleiur
Stórkaup ehf.
Rekstrarvörur ehf.
Bæklunarskór
Skósmiðurinn og Álfarnir ehf.
Stoð ehf. stoðtækjasmíði
Stoðtækni Skósmiðja ehf.
Össur Iceland ehf. - Frá 01.05.2019
Gervilimir
Stoð hf.
Össur Iceland Clinic ehf.
Hjólastólar og gönguhjálpartæki
Fastus ehf.
Mobility ehf.
Rekstrarvörur ehf.
Stoð ehf. stoðtækjasmíði
Stuðlaberg-heilbrigðistækni ehf.
Öryggismiðstöð Íslands ehf.
Össur Iceland Clinic ehf.
Insúlíndælur
AZ Medica ehf.
Fastus
Mótefnaskotsdælur
Göngudeild lungna, ofnæmis og gigtar á LSH
Raförvunartæki vegna vandamála í grindarbotni
Göngudeild þvagfæraskurðdeildar LSH
Sjúkrarúm, fólkslyftarar og fylgihlutir
Fastus ehf.
Icepharma hf.
Stoð ehf.
Stuðlaberg-heilbrigðistækni ehf.
Titus ehf.
Öryggismiðstöð Íslands ehf.
Spelkur
Eirberg ehf.
Fastus ehf.
Inter ehf.
Stoð ehf. stoðtækjasmíði
Stoðtækni ehf.
Össur Iceland Clinic ehf.
Súrefni og súrefnissíur
Linde ehf.
Súrefnissíur, litlar, léttar og hreyfanlegar
Donna ehf.
Linde ehf.
Súrefnisþjónusta
Lungnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss
Vinnustólar og sérstakir barnastólar
Fastus ehf.
Mobility ehf.
Stoð ehf. stoðtækjasmíði
Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf.
Þvagleggir og þvagpokar
Fastus ehf.
Icepharma hf.
Icepharma Coloplast hf.
Medor Unoquip ehf.
Medor Wellspect ehf.
Stórkaup ehf.
Öndunarvélar (CPAP, BIPAP og rúmmálsstýrðar öndunarvélar)
Lungnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss
Öryggiskallkerfi
Alvican ehf.
Securitas ehf.
Öryggismiðstöð Íslands ehf.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar