Greiðsluþátttaka vegna tæknilegra hjálpartækja
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á tæknilegum hjálpartækjum eins og hjólastólum og sjúkrarúmum.
Iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari eða annar heilbrigðisstarfsmaður sem hefur þekkingu á hjálpatækjum fyllir út umsókn fyrir þig og sendir inn til Sjúkratrygginga.
Í umsókninni rökstyður heilbrigðisstarfsmaðurinn þörfina fyrir hjálpartækinu með sjúkdómsgreiningu, færnilýsingu og öðrum upplýsingum eins og gátlista og/eða samþykkisyfirlýsingum þegar það á við.
Ef umsókn er samþykkt þá færðu bréf um það í stafræna pósthólfið á Mínum síðum.
Þá ertu komin með réttindi til að fá hjálpartækið niðurgreitt.
Fyrirtækin sem selja hjálpartækin sjá einnig þessi réttindi þín.
Ef breyting verður á sjúkdómsástandi/fötlun gæti þurft nýja umsögn heilbrigðisstarfsmanns.
Ef það vantar gögn og umsókn er frestað færð þú og sá heilbrigðisstarfsmaður sem sendi inn umsóknina bréf um það í stafræna pósthólfið. Þegar þau gögn sem óskað er eftir berast til Sjúkratrygginga er málið tekið upp að nýju.
Þegar búið er að samþykkja umsóknina þá færðu að vita hvort þú getir sótt tækið eða hvort þú færð það sent heim. Ef hjálpartækið er sent heim greiðir þú ekki fyrir sendinguna.
Sjúkratryggingar taka ekki þátt í kostnaði við að flytja tæki eftir að þú hefur fengið það afhent nema ef þú ert að skila því.
Hægt er að skila tækjum til Sjúkratrygginga á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins þá geturðu sent tækið til Sjúkratrygginga með Eimskip Flytjandi. Þú greiðir ekki fyrir sendingu.
Eimskip Flytjandi sér einnig um að flytja stærri hjálpartæki eins og rúm sem komast ekki fyrir í venjulegum bílum.
Mikilvægt er að kennitalan þín fylgi með svo Sjúkratryggingar skrái skilin rétt.
Þegar Sjúkratryggingar hafa gert samninga um hjálpartæki þarf að velja þau hjálpartæki sem eru í vörulistunum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þau tæki sem búið er að gera samninga um.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði á nauðsynlegum hjálpartækjum vegna fötlunar ökumanns eða fyrir farþega í hjólastól.
Dæmi:
Breyting á hemlabúnaði og inngjöf (aksturstæki).
Fastar skábrautir/lyftur fyrir hjólastólanotendur.
Hvernig er umsóknarferlið?
Umsóknarferli vegna hjálpartækja í bifreiðar er það sama og vegna annarra hjálpartækja.
Með umsókn þarf að skila inn útfylltum gátlista vegna hjálpartækja í bifreiðar.
Hver sér um að setja hjálpartæki í bifreiðar?
Fyrirtæki sem selja hjálpartæki í bifreiðar og sjá um ísetningu:
Bílaklæðningar, Kársnesbraut 100, 200 Kópavogur, sími: 554-0040.
Bílaskjól, Akralind 3, 201 Kópavogur, sími: 564-0900.
Bílasport ehf., Bryggjuvör 3, 200 Kópavogur, sími: 845-3210.
Öryggismiðstöðin, Askalind 1, 201 Kópavogur, sími: 570-2400.
Athugið að Bílasport sér um ísetningar, viðhald og þjónustu á búnaði frá Öryggismiðstöðinni. Einstaklingar sem sækja um hjálpartæki í bifreiðar geta einnig átt rétt á uppbót/styrk til kaupa á bifreið hjá Tryggingastofnun. Sjá nánar á heimasíðu Tryggingastofnunar.
Á vegum Sjúkratrygginga starfar sérfræðiteymi vegna sérhæfðra tjáskiptatækja. Þegar talið er að þörf sé á sérhæfðu tjáskiptatæki þarf að sækja um aðkomu þess teymis. Það er gert með því að fylla út samskonar eyðublað og þegar sótt er um hjálpartæki og sett inn ISO 211295 Ráðgjöf tjáskipta og umhverfisstjórnunar. Mikilvægt er að umsókninni fylgi útfylltur gátlisti.
Í framhaldinu er haft samband þann sem sendir inn umsóknina.
Dæmi um tjáskiptatæki:
Tölvur.
Talgervlar.
Sérútbúnir rofar.
Augnstýribúnaður.
Belti í hjólastóla og kerrur
Belti, ólar og vesti
Body Point mjaðmabelti
Göngugrindur
Hjálpartæki á baðherbergi
Hjálpartæki í svefnherbergi Sjúkrarúm
Dýnur
Stuðningur við rúm
Handicare rúmgálgi
Rúmborð
Hjólastólar, handknúnir
Hjólastólar, rafknúnir
Sessur í hjólastóla
Hjálpartæki til að færa/flytja einstaklinga
Segllyftari
Standlyftari
Loftfastur lyftari
Lyftisegl
Stafir og hækjur
Standar
Stuðningssúlur
Stuðningssúla HealthCraft
Stuðningssúla Rehastage
Vinnustólar
Með rafmagnshækkun
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar