Skil á hjálpartækjum á vegum Sjúkratrygginga
Hjálpartæki eru í eigu Sjúkratrygginga. Skila á þeim tækjum sem má endurnýta að notkun lokinni, til dæmis hjólastólum, göngugrindum, stoðum og coxit-sessum.
Skil hjálpartækja
Ekki er skilaskylda á:
notuðum salernisupphækkunum og armstoðum
bað- og sturtutækjum án rafmagns
snúningslökum og skífum
sokkaífærum, griptöngum né flutningsbrettum
Notendur geta haldið þeim tækjum eða skilað til endurvinnslu á grenndarstöðvum í samræmi við efnisinnihald.
Skil hjálpartækja
Tekið er á móti skilaskyldum hjálpartækjum á Vínlandsleið 6-8, 113 Reykjavík (sjá á korti)
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar