Greiðsluþátttaka vegna einnota hjálpartækja
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á einnota hjálpartækjum eins og bleium, stómavörum og hlífðarhönskum.
Heilbrigðisstarfsmaður fyllir út umsókn fyrir þig.
Í umsókninni rökstyður starfsmaðurinn þörfina fyrir hjálpartækinu með sjúkdómsgreiningu, sjúkrasögu og öðrum upplýsingum.
Ef umsókn er samþykkt þá færðu bréf um það í stafræna pósthólfið á Mínum síðum.
Þá ertu komin með réttindi til að fá hjálpartækið niðurgreitt.
Þú mátt kaupa 2 mánaða birgðir í einu.
Þú getur alltaf séð allar upplýsingar um stöðu á Mínum síðum undir Heilsa > Hjálpartæki og næring. Þar geturðu séð hvaða hlutfall Sjúkratryggingar greiða af kostnaði og hversu lengi (1 ár, 5 ár, 10 ár eða lengur).
Þegar það er búið að samþykkja umsóknina þá færðu að vita hvort þú getir sótt tækið til seljanda þess eða hvort þú færð það sent heim.
Landsbyggð:
Hjálpartæki, önnur en þau sem nálgast má í apótekum, eru send til einstaklings honum að kostnaðarlausu og skilað á sama hátt.
Höfuðborgarsvæði:
Hjálpartæki, önnur en þau sem nálgast má í apótekum, eru send til einstaklings honum að kostnaðarlausu. Dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæði sjá um flutning á tækjum til sinna heimilismanna.
Sjúkratryggingar greiða allan kostnað af bleium ef þörf er á þeim vegna sjúkdóma, fötlunar eða annarra álíka ástæðna.
Heilbrigðisstarfsmaður sækir um styrkinn.
Í ákveðnum tilfellum getur notandinn sjálfur endurnýjað heimildina á Island.is
Almennt er ekki veittur styrkur fyrir börn yngri en 3ja ára.
Hverjir geta fengið styrkinn?
Styrkur er veittur ef þvagleki og/eða hægðarleki er vegna:
Alvarlegrar fötlunar eða þroskahömlunar.
Umtalsverðs skaða í miðtaugakerfi vegna heilablóðfalls .
Einhverfu.
Heilabilun.
Blöðrukrabbameins eða blöðruhálskirtilskrabbameins.
Endurteknar eða mjög langvarandi þvagfærasýkingar.
Blöðrusig eða legsig (aðgerð ekki ráðlögð eða ekki borið árangur).
Öldrunar (eldri en 70 ára).
Mikillar lyfjatöku.
Ekki er veittur styrkur vegna:
Áreynslu eða stress þvagleka án aðgerðar.
Lítilsháttar þvagleki fyrir yngri en 70 ára.
Næturmigu (enuresu).
Barnsfæðinga.
Hvar get ég keypt bleyjurnar?
Sjúkratryggingar hafa samning við:
Rekstrarvörur ehf. , Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, sími 520-6666.
Stórkaup, Skútuvogi 9, 104 Reykjavík, sími 515-1500.
Sjúkratryggingar greiða allan kostnað af hlífðarhönskum fyrir aðstoðarmenn.
Hvað er styrkurinn fyrir?
4 pör (8 stykki) á sólarhring.
5 pör (10 stykki) á sólarhring þegar einstaklingur er með öndunartæki, stóma eða annan búnað tengdan eða áfastan líkama.
Hámarksverð fyrir hvern hanska er 11 krónur.
Seljandi getur sótt um endurnýjun á styrk fyrir einstaklinga.
Í ákveðnum tilfellum getur notandinn sjálfur endurnýjað heimildina á Island.is.
Blóðstrimlar og blóðhnífar
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á blóðstrimlum og blóðhnífum. Sjúkratryggingar greiða 90% af kostnaði en að hámarki 6.500 krónur fyrir pakka af 50 stykkjum af blóðstrimlum.
Samþykkt magn fer eftir:
hvort um sé að ræða sykursýki týpu 1, sykursýki týpu 2 eða meðgöngusykursýki.
hvort notaður sé blóðsykursíriti vegna sykursýki (á helst við um týpu 1).
hvaða lyf einstaklingur tekur vegna sykursýki og hvort það valdi blóðsykurfalli (á við um týpu 2).
mæligildi blóðsykurs (HbA1c) þegar um er að ræða týpu 2.
Blóðketónstrimlar
Blóðketóstrimlar eru fyrir einstaklinga með sykursýki týpu 1. Sjúkratryggingar greiða 90% af kostnaði en að hámarki 12.500 krónur fyrir pakkningu.
Samþykkt magn: 100 strimlar á 12 mánaða tímabili.
Mælar til blóðsykurs- og blóðketónmælinga
Styrkur er 50% en þó að hámarki 11.600 krónur og er hann veittur á þriggja ára fresti. Heilsugæslustöðvar lána blóðsykursmæla vegna meðgöngusykursýki.
Lyfjapennar
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á lyfjapennum fyrir einstaklinga sem fá insúlín. Sjúkratryggingar greiða 90% af kostnaði en að hámarki 26.770 krónur fyrir lyfjapenna.
Samþykkt magn:
tveir á ári.
fjórir á ári þegar bæði hraðverkandi og langverkandi insúlín er notað.
Einnota nálar
Sjúkratryggingar greiða 90% af kostnaði við kaup á einnota nálum í þeim tilfellum sem lyf er niðurgreitt af stofnuninni. Læknir sendir umsókn um niðurgreiðslu.
Insúlíndælur og nemar sem skanna/sírita blóðsykur
Insúlíndælur og nemar sem mæla reglubundið blóðsykur eru fyrir einstaklinga með sykursýki týpu 1.
Innkirtlasérfræðingur sendir fyrstu umsókn fyrir þig en hjúkrunarfræðingur á göngudeild sykursjúkra getur sótt um endurnýjun.
Seljendur geta sótt um endurnýjun á nemum, sendum og fleiru.
Samningar um insúlíndælur og nema eru við:
AZ Medica, Skemmuvegi 6, 200 Kópavogi, sími 564-5055
Fastus, Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 580-3900
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði á kaupum á hjálpartækjum vegna stóma (ristilstóma, garnastóma eða þvagstóma) og barkastóma.
Sjúkratryggingar greiða 70% eða 100% af kostnaði og með hámarki fyrir ákveðnar vörur.
Sjúkratryggingar greiða 100% af kostnaði fyrir húðvarnarkrem.
Seljendum er heimilt að sækja um endurnýjun.
Í ákveðnum tilfellum getur notandinn sjálfur endurnýjað heimildina á Island.is
Samþykkt þessi felur í sér að þú getur leitað til eftirfarandi fyrirtækja sem Sjúkratryggingar hafa gert samning við: Fastus, Icepharma, Icepharma Coloplast og Medor ehf.
Dreifingaraðilar fyrir Icepharma Coloplast eru: Akureyrarapótek, Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Suðurlands, Apótek Vesturlands Borgarnesi, Apótek Vesturlands Snæfellsbæ, Apótek Vesturlands ehf., Austurbæjarapótek Ögurhvarfi, Borgar Apótek, Efstaleitis Apótek ehf., Lyfja hf., Lyf og heilsa hf., Lyf og heilsa Garðs apótek ehf., Lyfjabúrið ehf, Lyfjaver ehf., Lyfjaval Apótek (Glæsibæ, Hæðasmára, Reykjanesi, Selfossi, Suðurfelli, Urðarhvarfi og Vesturlandsvegi), Lyfsalan Vík, Reykjanesapótek, Reykjanesapótek Fitjum, Parlogis, Reykjavíkur Apótek, Siglufjarðarapótek, Stuðlaberg ehf (áður Eirberg) og Urðarapótek ehf.
Dreifingaraðilar fyrir Medor eru: Akureyrarapótek, Apótek Garðabæjar, Apótekið Setbergi, Apótekarinn Fjarðarkaupum, Apótekarinn Hrísalundi, Apótekarinn Mjódd, Íslands Apótek, , Lyf og heilsa Firði, Lyf og Heilsa Garðs Apótek, Lyf og heilsa Granda, Lyf & heilsa Kringlunni, Lyfja Árbær, Lyfja Egilsstöðum, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Húsavík, Lyfja Lágmúla, Lyfja Sauðárkróki, Lyfja Selfossi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Spönginni, Lyfjabúrið Grundarfirði, Lyfjabúrið Höfðatorgi, Lyfjaval, Lyfjaver, Lyfsalan Vopnafirði, Reykjavíkur Apótek, Rimaapótek og Stuðlaberg ehf (áður Eirberg).
Seljendum er heimilt að sækja um endurnýjun.
Í ákveðnum tilfellum getur notandinn sjálfur endurnýjað heimildina á Island.is
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar