Fara beint í efnið

Ef barn undir 18 ára aldri er inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veikinda sinna, og að minnsta kosti 20 km vegalengd er milli heimilis og sjúkrahúss, geta foreldrar eða forráðamenn sótt um annað af eftirfarandi:

  • Dvalarkostnað fyrir einn aðila, eða tvo aðila ef um erfiða meðferð lífshættulegs sjúkdóms er að ræða

  • Daglegar ferða til að vitja barnsins

Umsóknarferli

Til að fá ferðakostnað eða dvalarkostnað endurgreiddan þarf:

  1. Læknir eða ljósmóðir, ef við á, sækja um endurgreiðslu ferðakostnaðar
    - Læknir eða ljósmóðir fyllir út eyðublaðið  Skýrsla vegna ferðakostnaðar innanlands

  2. Umsækjandi heldur utan um öll gögn:
    - Eyðublaðinu sem læknir eða ljósmóðir hefur fyllt út
    - Greiðslukvittunum fyrir fargjöldum eða dvalarkostnaði
    - Staðfestingu á sjúkrahúslegu barns
    - Ef báðir foreldrar óska eftir endurgreiðslu dvalarkostnaðar þarf einnig læknisvottorð.

  3. Umsækjandi sendir öll gögn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð, umboð áframsenda til Sjúkratrygginga ef þörf er á.

Einnig er hægt að skila inn gögnum rafrænt í gegnum Gagnaskil einstaklinga.

Upphæðir

Vegna dvalarkostnaðar er greitt fyrir 80% af kostaði, þó aldrei meira en 50% af daggjaldi til sjúkrahótels. Ef báðir foreldrar óska endurgreiðslu er ekki greitt meira samanlagt en 75% af daggjaldinu.

Vegna daglegra ferða til að vitja barns er greitt fyrir allt að 200 kílómetra hvora leið. Ef ferðast er með flugi takmarkast endurgreiðsla við eina ferð í viku. Að jafnaði er endurgreitt fyrir hverja ferð:

  • 2/3 af kílómetragjaldi eða fargjaldi

  • Kostnaðarhluti umsækjanda (1/3 hluti fargjalds) fer þó aldrei yfir 1.500 kr. í hverri ferð fram og til baka.

  • Kostnaðarhluti umsækjanda lækkar í 500 kr. fyrir hverja ferð ef kostnaður hans fer yfir 10.000 kr. á síðustu 12 mánuðum eða á almanaksári frá 01.01.2024.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar