Fara beint í efnið

Greiða má fyrir ítrekaðar stuttar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma. Forsendur fyrir greiðslu eru að:

  • Um alvarleg veikindi sé að ræða

  • Vegalengd sé skemmri en 20 km

  • Að jafnaði séu farnar tvær eða fleiri ferðir á fjórum vikum eða styttra tímabili

  • Sjúklingur sé ófær um að ferðast með almenningssamgöngum vegna veikinda sinna

  • Ferðast sé með leigubíl eða einkabíl

Umsóknarferli

Til að fá ferðakostnað endurgreiddan þarf:

  1. Læknir eða ljósmóðir, ef við á, sækja um endurgreiðslu ferðakostnaðar

  2. Umsækjandi heldur utan um öll gögn:
    - Eyðublaðinu sem læknir eða ljósmóðir hafa fyllt út
    - Greiðslukvittanir vegna leigubíls
    - Yfirlit yfir komur frá meðferðaraðila

  3. Umsækjandi sendir öll gögn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð. Íbúar höfuðborgarsvæðisins skila gögnum til Sjúkratrygginga.

Einnig er hægt að skila inn gögnum rafrænt í gegnum Réttindagátt.

Upphæðir

Að jafnaði er endurgreitt, miðað við heildarkostnað umsækjanda:

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar