Fara beint í efnið

Örorkuskírteini

Örorkuskírteini eru fyrir þau sem eru með 75% örorkumat og eru yngri en 67 ára. Örorkuskírteini veitir ýmis konar afslætti hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi.

3 leiðir til að nálgast örorkuskírteini

  1. Stafrænt skírteini - við mælum með því.

  2. Prenta skírteini á PDF formi af Mínum síðum TR.

  3. Panta plastkort.

Skírteinið er ekki með ljósmynd og er því ekki gilt sem persónuskilríki.

Gildistími

Skírteinið gildir jafn lengi og örorkumatið hverju sinni.

Stafrænt örorkuskírteini verður grátt og gildistími breytist:

  • Skírteini útrunnið eða Expired í Android síma,

  • Óvirkt eða Expired í iPhone síma.

Þegar nýtt örorkumat tekur gildi þarf að sækja nýtt örorkuskírteini.

Örorkuskírteini gildir aldrei lengur en mánuð eftir 67 ára afmælisdag.

Afslættir

ÖBÍ hefur tekið saman upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir sem veita fólki sem fær örorkulífeyri afslátt

Rauði krossinn veitir 50% afslátt af gjaldi fyrir sjúkrabílaþjónustu gegn því að senda afrit eða mynd af gildu örorkuskírteini í tölvupósti á afgreidsla@redcross.is

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun