Örorkumat til 31. ágúst 2025
Örorkumatsstaðall
Athugið að upplýsingar á þessari síðu eru um örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfið sem var í gildi til 31. ágúst 2025. Umsækjendur frá 1. september 2025 eru metnir samkvæmt nýja kerfinu á meðan þau sem áttu mat í gildi í gamla kerfinu til að minnsta kosti 31. ágúst 2025 færðust sjálfkrafa yfir í nýja kerfið.
Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um nýja kerfið:
Örorkulífeyrir frá 1. september 2025
Hlutaörorka og virknistyrkur frá 1. september 2025
Örorka er metin eftir stigagjöf fyrir hvert atriði sem snýr að færni út frá örorkumatsstaðli. Fyrri hluti staðalsins metur líkamlega færni. Seinni hluti staðalsins metur andlega færni. Þetta eru samtals 18 atriði.
Í fyrri hluta þarf að fá 15 stig til að teljast að minnsta kosti 75% öryrki.
Í seinni hluta þarf 10 stig til að teljast að minnsta kosti 75% öryrki.
Nái umsækjandi ekki tilskildum stigafjölda í seinni hluta staðalsins, getur hann samt verið metinn að minnsta kosti 75% öryrki, nái hann lágmarki 6 stigum í hvorum hluta staðalsins.
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun