Fara beint í efnið

Örorkumat

Umsókn um örorkumat

Örorkumatsstaðall

Örorka er metin eftir stigagjöf fyrir hvert atriði sem snýr að færni út frá örorkumatsstaðli. Fyrri hluti staðalsins metur líkamlega færni. Seinni hluti staðalsins metur andlega færni. Þetta eru samtals 18 atriði.

  • Í fyrri hluta þarf að fá 15 stig til að teljast að minnsta kosti 75% öryrki.

  • Í seinni hluta þarf 10 stig til að teljast að minnsta kosti 75% öryrki.

Nái umsækjandi ekki tilskildum stigafjölda í seinni hluta staðalsins, getur hann samt verið metinn að minnsta kosti 75% öryrki, nái hann lágmarki 6 stigum í hvorum hluta staðalsins.

Umsókn um örorkumat

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun