Örorkustyrkur mun taka breytingum 1. september 2025.
Þau sem eru með virkan örorkustyrk munu fá nánari upplýsingar frá TR um sína stöðu í nýju kerfi þegar nær breytingunum dregur.
Þau sem fá metna 50 til 74% örorku fá örorkustyrk vegna skertrar starfsgetu.
Örorkustyrkur er hugsaður fyrir einstaklinga sem bera verulegan aukakostnað vegna örorku sinnar, til dæmis vegna lyfja, læknishjálpar eða hjálpartækja.
Örorkustyrkur er ekki hugsaður til framfærslu líkt og örorkulífeyrir og er tekjutengdur.
Fjárhæð
Fjárhæð örorkustyrks er:
46.588 krónur á mánuði fyrir 18 ára til 61 árs,
63.020 krónur á mánuði fyrir 62 til 67 ára.
Viðbótargreiðslur með örorkustyrk:
þau sem eru með börn undir 18 ára á sínu framfæri fá 75% af upphæð barnalífeyris með hverju barni,
hreyfihamlaðir geta sótt um uppbót vegna reksturs bifreiðar.
Greiðslur falla niður
Örorkustyrkur fellur niður ef:
launagreiðslur fara yfir frítekjumörk,
umsókn um endurmat berst of seint,
einstaklingur verður 67 ára því þá myndast réttur til ellilífeyris. Sækja þarf sérstaklega um ellilífeyri.
Örorkumat - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun